Leikfélag Akureyrar og leikmyndir Arnar Inga

47386446_2129833367038494_7011590387676479488_o.jpg?_nc_cat=104&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Laugardaginn 8. desember kl. 16 fjallar Signý Pálsdóttir, fyrrum leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, um Örn Inga og leikmyndirnar sem hann gerði fyrir Leikfélagið undir hennar stjórn. Þar á meðal er leikmyndin fyrir leikritið Ég er gull og gersemi eftir Svein Einarsson með tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson. Verkið, sem fjallaði um Sölva Helgason og var að hluta til byggt á Sólon Íslandus eftir Davíð Stefánsson, vakti mikla athygli og var sett upp í Norðurlandahúsinu í Færeyjum.

Petrea Óskarsdóttir þverflautuleikari mun leika tónlist Atla Heimis, en mörg sönglaganna eru vel þekkt eins og Kvæðið um fuglana.

https://www.facebook.com/events/358239994936625


Jólasölusýning Myndlistarfélagsins

47390850_2333594766713513_6770062437929451520_n.jpg?_nc_cat=106&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Hvernig væri að gefa eitthvað alveg einstakt í jólagjöf þetta árið? Ekki Arnald með skiptimiða eða finnska nammiskál, heldur brakandi ferska list og það norðlenska í þokkabót!

Myndlistarfélagið ætlar að slá upp sýningu í markaðsformi núna í desember. Þar munu félagar bjóða fala einhverja gimsteina úr eigin ranni, ný verk og hugsanlega reynslumeiri í bland. 

Sýningin opnar þann 8. desember og verður opin flesta daga til jóla. Verkin verða seld beint af veggnum og hægt verður að pakka þeim inn á staðnum, með listrænan innblástur beint í æð. 

Góðar líkur á mandarínum, glöggi, konfekti og öðrum freistingum að falla fyrir. 
Við verðum með opið allar helgar fram að jólum. Hlökkum til að sjá ykkur!

https://www.facebook.com/events/1959931887432182


Tereza Kociánová sýnir í Kaktus

47318079_1760691450720437_8260705355688837120_o.jpg?_nc_cat=107&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Föstudaginn 7. des opnar Tereza Kocianova einkasýningu í Kaktus undir heitinu: 529 m a.s.l.

Opið verður:
Föstudag: 20-23
Laugardag: 14-17
Sunnudag: 14-17

The small collection of portraits of Vindbelgjarfjall, I started making during my living next to lake Mývatn, last year.
View from the window of this hill, made me happy every morning and that starred my everyday routine. I tried to catch the feelings of those moments, so I started painting and drawn down some small pictures.
It happened be my obsession, but in a very positive way. I was painting that, even if I was in another place and I couldn't see it. The picture of it I burned into my mind. The top of the
hill is my genius loci, a place which I have in my memory probably forever.
~I never went to the top of the mountain.

https://www.facebook.com/events/733587807008301


Lista- og handverksmessa Gilfélagsins

46521693_951901361659919_9099198334689607680_n.jpg?_nc_cat=100&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Lista- og handverksmessa Gilfélagsins verður haldin í Deiglunni föstudaginn 7. desember kl. 20 - 22 og laugardaginn 8. desember kl. 13 - 17.

Um er að ræða markað lista- og handverksfólks og þar mun kenna ýmissa grasa, myndlist, handverk ýmiss konar, textíll, tónlist , ljóð, bækur og ljósmyndir.
Upplagt að koma og versla eitthvað sniðugt í jólapakkann eða til að gleðja í skammdeginu.

Þátttakendur eru: 
Karl Guðmundsson
Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir
Fjóla Björk / Lukonge 
Oktavía H. Ólafsdóttir
Guðrún Hadda
Jóna Bergdal
Guðmundur Ármann Sigurjónsson
Ragnar Hólm
Jónasína Arnbjörnsdóttir
Hrönn Einarsdóttir
Hildur Marinósdóttir / HM Handverk
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
Hilma Eiðsdóttir Bakken
Birna Friðriksdóttir / Gjóska
Trönurnar
Triin Kukk
Sigurður Mar Halldórsson
Jóhann Thorarensen
Karl Jónas Thorarensen
Anita Karin Guttesen

Heitt kakó og piparkökur.

https://www.facebook.com/events/2051888368385926


Bloggfærslur 4. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband