Hvískur stráanna / Whispering straws - Gunnar Kr. Jónasson í Kartöflugeymslunni

20818916_1293936360731815_3555324395730606784_o

“Hvískur stráanna”
Gunnar Kr. Jónasson sýnir í Kartöflugeymslunni á Akureyrarvöku.

Hvískur stráanna eru verk sem unnin eru á handgerðan Katalónskan og nepalskan vatnslitapappír
verkin eru öll unnin úr stráum.

ENDURNÆRING
Úr sólarljósi vinna plöntur orku með ljóstillífun auk þess að framleiða súrefni og eru því grundvöllur alls lífs. Í smiðju listamannsins sem leikur að stráum sprettur nærandi gróður sem einnig er hlaðinn lífmagni. Í kunnuglegum framandleika sínum og reglufastri óreiðu dælir hann súrefni til okkar hinna – sem drögum andann léttar.

Texti: Aðalsteinn Svanur

Opnunartími:
Laugardag: 14-18 Opnun
Sunnudag: 14-17

/

"Whispering straws” - Gunnar Kr. Jonasson
Kartoflugeymslan, Akureyri, Iceland

Whispering straws are works done on handmade Catalan and Nepalese aquarelle paper. The works are all made from straws.

NOURISHMENT
Plants produce energy from sunlight through photosynthesis. They also produce oxygen and thus become the foundation of all life. In the studio of the artist who plays with straws nourishing plants grow; full of vitality. In their familiar exoticness and organized chaos they pump oxygen to all of us – and we breathe more lightly.

Text: Adalsteinn Svanur

Opening hours:
Saturday: 14-18 Opening
Sunday: 14-17

Ég er hluti af Akureyrarvöku!
#akureyrarvaka

https://www.facebook.com/events/138804166723856


Íris Auður Jónsdóttir sýnir "22 konur" í menningarhúsinu Hofi

20863495_670564596471765_6188932958661860861_o

Á Akureyrarvöku föstudaginn 25. ágúst opnar sýning Írisar Auðar Jónsdóttur, 22 konur, í menningarhúsinu Hofi. Málverkaröðin samanstendur af 22 portrait myndum af konum, en þær endurspegla kvenpersónur sem koma úr hugarheimi listamannsins. Íris fær sinn innblástur úr ólíkri tónlist sem mótar persónurnar sem verða til. Þetta er fyrsta einkasýning Írisar. Allar myndirnar eru unnar með akrýl á pappír.

Íris Auður Jónsdóttir fæddist á Akureyri 1981. Með menntaskólanum tók hún fjöldamörg námskeið hjá Myndlistaskólanum á Akureyri og kláraði fornámið þar 2001. Árið eftir flutti hún til Spánar og fór í nám í fatahönnun hjá IED í Madríd og útskrifaðist þaðan 2005. Íris lauk kennsluréttindanámi hjá Listaháskólanum og hefur síðan ásamt kennslu unnið sem sjálfstæður teiknari. Hún hefur myndskreytt tugi bóka fyrir námsgagnastofnun, teiknað fyrir einstaklinga, sýningar og söfn.

Þar má nefna hreindýrasýningu í Hardangervidda í Noregi, margmiðlunaratriði í Hvalasafninu og teikningar fyrir margmiðlunaratriði sem er við fornleifauppgröft í San Simon í Slóveníu.

https://www.facebook.com/events/501175723570270


Bloggfærslur 17. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband