Sushifundur í Listagilinu í hádeginu á þriðjudag 5. desember

24294018_1671591256196043_1340500573941727202_n

Það styttist í sushifundi í Listagilinu. Við hittumst næst þriðjudaginn 5. desember 2017 kl. 12-13 á RUB 23.
Allir sem hafa áhuga á Listagilinu eru velkomnir.
Það er engin formleg dagskrá en tilvalið að ræða það sem brennur á fólki og það sem er framundan eða það sem er afstaðið.

Það er sushihlaðborð fyrir 1.890 kr. en svo getur hver og einn fengið sér það sem hentar.
Við verðum eins og alltaf í salnum til vinstri þegar inn er komið.
Verið velkomin.

https://www.facebook.com/events/744961972362896


Opinn fundur: Hugmyndir um breytta notkun á Deiglunni

24131417_744760059040718_1026079070154593108_n

Opinn fundur

Hugmyndir um breytta notkun á Deiglunni

Gilfélagið í samvinnu við Listasafnið á Akureyri auglýsa opinn fund um hugmyndir um breytta notkun á Deiglunni í Listagili. Þriðjudaginn 5. desember kl. 17 í Deiglunni, Kaupvangsstræti 23.

Stjórn Gilfélagsins hefur sett fram hugmynd um að auka nýtingu Deiglunnar, sem hafa verið kynntar á tveimur aðalfundum Gilfélagsins, en nú viljum við efna til opins fundar þar sem öllum sem hafa áhuga á málinu, að mæta og leggja sínar hugmyndir fram. Við hvetjum alla áhugasama um efnið og eru búsettir á Eyjafjarðarsvæðinu að mæta og taka til máls.

Á fundinum verða hugmyndir Gilfélagsins um breytingar á Deiglunni kynntar í máli og myndum.

Stjórn Gilfélagsins og Listasafnið á Akureyri.

https://www.facebook.com/events/143053489593325


Bloggfærslur 2. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband