Fjölskylduleiðsögn og hægt að búa til sitt eigið listaverk

22256596_1623058247716011_628749468817944002_o

Laugardaginn 14. október kl. 11-12 verður fjölskylduleiðsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningu Rúrí: “Jafnvægi - Úr jafnvægi” og sýningu Friðgeirs Helgasonar: "Stemning - Mood”. Að lokinni leiðsögn er gestum, stórum og smáum, boðið að búa til sitt eigið listaverk. Aðgangur er ókeypis í boði Norðurorku en tilkynna þarf um þátttöku í netfangið heida@listak.is

https://www.facebook.com/events/735178006671727

listak.is


Jellyme, Anna Richards og Karlakór Akureyrar Geysir í Kaktus

22289677_1287382954717958_8742061063129769108_o

Jellyme

Forvitnilegur gjörningur með og eftir Önnu Richards
Karlakór Akureyrar Geysir tekur þátt.

Fjöldi valinkunnra norðlenskra listamanna lagði hönd á plóginn til að verkið gæti orðið að veruleika.

Fluttur í EITT skipti í Kaktus, Hafnarstræti 73 (gömlu Dynheimar) á Akureyri laugardaginn 14. Október kl. 16:00

Hugdettan að verkinu tengist foreldrum Önnu og þeirri staðreynd að Anna erfði kynstrin öll af sultu eftir þau. “Svo er ég soddan sulta” segir Anna og hlær! (Hvað sem það nú táknar)

Sóknaráætlun Norðurlands og Akureyrarstofa styrkja verkið.

Kaktus hýsir verkið.

Enginn aðgangseyrir, það er stefnan hjá Kaktus :)

VELKOMIN öll

https://www.facebook.com/events/131438097582638


Textíllistakonan Päivi Vaarula með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu

large_talvi16_17-1-

Þriðjudaginn 10. október kl. 17-17.40 heldur finnska textíllistakonan Päivi Vaarula Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Being a textile artist. Þar mun hún fjalla um list sína og starfsferil. Aðgangur er ókeypis. 

Päivi Kristiina Vaarula hefur sýnt víða á Norðurlöndum sem og í Evrópu og Japan, haldið 9 einkasýningar og tekið þátt í 20 samsýningum. Hún starfar um þessar mundir við kennslu í Handverks- og hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Vaarula er með mastersgráðu í textílhönnun og hefur kennt fagið og haldið fyrirlestra víða um lönd síðastliðin 30 ár. 

Þriðjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Verkmenntaskólans á Akureyri.

listak.is


Bloggfærslur 9. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband