Sunnudagskaffi með skapandi fólki, Hlynur Hallsson

2

Myndlist og myndlist, Hlynur Hallsson

Sunnudaginn 5. nóv. kl. 15.00 – 16.00 mun Hlynur Hallsson myndlistarmaður og safnstjóri frá Akureyri vera með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.  Þar mun hann segja frá skapandi starfi í Listasafninu á Akureyri og skrefunum frá því að vera myndlistarmaður, sjálfstæður sýningarstóri og til þess að vera safnstjóri Listasafns. Frá samþættingu kennslu, sýningarstjórnunar og myndlistar á vettvangi grasrótar og stofnunar.
Að erindi loknu verða kaffiveitingar og allir velkomnir.


Hlynur Hallsson er fæddur á Akureyri 1968, kvæntur og á fimm börn.

Myndlistarnám við Myndlistaskólann á Akureyri 1989-90 og í fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1990-93. Erasmus-styrkur til náms í Þýskalandi. 1993-96 framhaldsnám í myndlist við listaháskólana í Hannover, Hamborg og Düsseldorf. Mastersgráða frá FH í Hannover 1997.

Hlynur hlaut tveggja ára starfslaun Kunstverein Hannover 1997-99, viðurkenningu Listasjóðs Pennans (Dungal sjóðurinn) árið 2000. Árs starfslaun listamanna í Neðra-Saxlandi árið 2000 og verðlaun ungra myndlistarmanna í Neðra saxlandi árið 2001. Sex mánaða starfslaun Menntamálaráðuneytisins 1997, 2003, 2004, 2011 og 2013 og tveggja ára starfslaun listamanna árið 2006. Hann hlaut Barkenhoffstyrkinn í Worpswede árið 2002 og vinnustofudvöl hjá Chinati Foundation í Marfa, Texas sama ár. Hann var bæjarlistamaður Akureyrar 2005 og hlaut sama ár Sparda-Bank verðlaunin í Hannover. Hlynur hefur verið gestakennari við Myndlistaskólann á Akureyri frá 1999 og Listaháskóla Íslands frá 2001. Hlynur hefur einnig tekið að sér stundakennslu við Háskólann á Akureyri.

Hlynur rak sýningarrýmið Kunstraum Wohnraum ásamt konu sinni Kristínu Kjartansdóttur heima hjá þeim í stofu 1994-2010. Hefur gefið út tímaritið Blatt Blað frá 1994. Hefur einnig skipulagt fjölda sýninga og uppákoma ásamt öðrum myndlistarmönnum eins og GUK+ 1999-2005 og sýninguna "aldrei-nie-never" í Gallerí +, Nýlistasafninu og hjá Kuckei+Kuckei í Berlín árið 2004.  Hlynur var sýningarstjóri sýningarinnar "A4" hjá Galleri Otto Plonk í Bergen 1997 og "Eitthvað-Etwas-Something" í Kunstverein Hannover 1999. Hann starfrækti sýningarrýmið Villa Minimo í Hannover 1997-1999 og skipulagði einnig sýngarnar "bingur-haufen-pile" í Barkenhof í Worpswede 2002 og "Don" hjá Chinati Foundation í Marfa, Texas sama ár. Einnig "Big in Japan" hjá Sojo Gallery í Kumamoto árið 2005 og sýninguna "TEXT" hjá Kuckie+Kuckei í Berlín í 2011. Hann var listrænn ráðgjafi hjá Flóru 2011-2014. Er einn þeirra listamanna sem stofnuðu Verksmiðjuna á Hjalteyri 2008 og hefur staðið fyrir fjölda sýninga þar. Hlynur gaf út bókina MYNDIR - BILDER - PICTURES með textum og myndröð árið 2011 og fyrr á þessu ári kom út bókin Þúsund dagar í Pastel ritröðinni frá Flóru.

Hlynur er safnstjóri Listasafnsins á Akureyri og situr í stjórn Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Hann hefur setið í stjórn Listskreytingasjóðs. Hann var formaður SÍM, Sambands íslenskra myndlistarmanna 2009-2010 og formaður Myndlistarfélagsins 2008-2009. Sat í stjórn Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar 2007-2010. Tók fjórum sinnum sæti á Alþingi sem varaþingmaður VG 2003-2007. Hlynur var í safnstjórn Kunstverein Hannover 1997-2001 og í stjórn Gilfélagsins 1989-1990 og formaður Leikklúbbsins Sögu 1988-1990.

Hlynur hefur sýnt verk sín á meira en 60 einkasýningum og tekið þátt í yfir 80 samsýningum á síðustu 20 árum. Hann hefur meðal annars sett upp einkasýningar í Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Kuckei + Kuckei, Galerie Robert Drees, Chinati Foundation og Overgaden.

Verk hans snúast gjarnan um samskipti, tengingar, texta, skilning, landamæri, stjórnmál, hversdagslag hluti og hvað við lesum úr hlutunum.

Nánari upplýsingar á: hallsson.de og á hlynur.is og myndir af nýlegum verkum á kuckei-kuckei.de
Heimasíða Listasafnsins á Akureyri er listak.is


Uppbyggingarsjóður/menningarráð Eyþings, Fjallabyggð, Eyrarrósin, Menningarsjóður Siglufjarðar og Egilssíld styðja við menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.


Bloggfærslur 31. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband