Jónína Björg Helgadóttir opnar sýningu í Menningarhúsinu Bergi

22291312_717291768461491_4573715259471810721_o

Jónína Björg Helgadóttir opnar sýninguna Úr mínum höndum í Menningarhúsinu Bergi.

Jónína Björg útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri 2015, og er þetta hennar fjórða einkasýning síðan. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, unnið sem verkefnastjóri og er partur af listahóp sem bæði sýnir saman og rekur lista- og menningarrýmið Kaktus á Akureyri.
Verk hennar eru að megninu til málverk og grafíkverk, sem oft eiga uppruna sinn í draumum og draumkenndri hugsun. Þau eiga það til að vera femínísk og sjálfsævisöguleg.

,,Verkin á þessa sýningu vann ég út frá atburðum og tilfinningum í eigin lífi, eins og oft vill gerast. Ég vann sýninguna ansi hratt og naut þess að grandskoða ekki allar ákvarðanir heldur leyfa hugmyndunum að verða að verkum án þess að leggja skýrar línur fyrirfram. Þegar á leið, og ég stóð á miðri vinnustofunni umkringd verkum, uppgötvaði ég svo meininguna og samhengið.”

Sýningin er opin frá 3. nóv. - 28. nóv. en formleg opnun verður laugardaginn 11. nóv. frá kl. 13-16. Þangað eru allir velkomnir og léttar veitingar verða í boði.

Menningarhúsið Berg er við Goðabraut, Dalvík og er opið mánudaga til föstudaga kl. 10-17 og laugardaga 13-17.

https://www.facebook.com/events/399818457103416


Opið fyrir umsóknir í Gestavinnustofu Gilfélagsins

gilfelaglogo-2

Gilfélagið auglýsir eftir umsóknum til dvalar í gestavinnustofu Gilfélagsins. Um er að ræða mánaðardvalir á tímabilinu júlí til desember 2018. Gestavinnustofan er fullbúin íbúð með vinnustofu sem hentar einum listamanni eða pari. Innangengt er í viðburðarrýmið okkar Deigluna þar sem er í boði að halda sýningu eða annarskonar viðburð í lok dvalar eða eftir samkomulagi.

Íbúðin er staðsett í Kaupvangsstræti, eða Listagilinu í miðbæ Akureyrar þar sem er stutt að sækja alla helstu þjónustu svo ekki sé minnst á menningarlífið.

Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember.

Nánari upplýsingar hér

///

The Gil Artist Residency is open for applications for one month stays in July to December 2018.

Gil Artist Residency is an Artist in Residence Program located in Akureyri, North Iceland. We are located in the town center, in the Art Street where the Art Museum and several galleries, artist studios, restaurants and bars are located. At the end of the street is the shore of Eyjafjörður, a beautiful mountain view of the fjord. Akureyri is a small town with an easy access to open nature.

We can accommodate one or two artists, in a private apartment with a studio, fully equipped kitchen & bathroom and a gallery for final events & exhibitions. Our exhibition space Deiglan is next door and has an internal access from the studio.

The application deadline is November 1st.

More Infos here


Bloggfærslur 11. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband