Gjörningadagskrá og opnun á föstudaginn langa í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

29496877_10211045414588069_4756024368708976640_n


Alþýðuhúsið á Siglufirði,
Föstudaginn langa 2018
30. mars kl. 14.00 – 17.00.

Árlega er efnt til gjörningahátíðar á Föstudaginn langa í Alþýðuhúsinu á Siglufirði við mikinn fögnuð gesta.  Þar hafa bæði ungir og eldri listamenn stigið á stokk, og alltaf mikið lagt í. Þar má nefna listamenn eins og Magnús Pálsson, Örnu Guðný Valsdóttir, Arnljót Sigurðsson og Gjörningaklúbbinn.  Hátíðin hefur alltaf verið einstaklega vel sótt og færri komist að en vildu.  Samhliða gjörningahátíðinni er ávallt opnuð sýning í Kompunni sem stendur svo næstu vikur. Í ár er það Karlotta Blöndal sem sýnir Nýjar teikningar fyrir Alþýðuhúsið.
Gjörningarnir sem fluttir verða nú eru Homage to 7 Masters, höfundur og flytjandi er Magnús Logi Kristinsson.  REM, höfundar og flytjendur eru Mads Hvidkjær Binderup, Sonja Ferdinand og Anna Oline Frieboe Laumark.  Og BLÓÐSÓL,
höfundar og flytjendur eru Haraldur Jónsson og Ásta Fanney Sigurðardóttir.



Kompan
kl. 14.00.

Nýjar teikningar fyrir Alþýðuhúsið
Karlotta Blöndal.
Karlotta Blöndal útskrifaðist úr mastersnámi í myndlist úr Listaháskólanum í Malmö 2002 og hefur verið starfandi síðan. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum og listahátíðum hér á landi og erlendis. Hún hefur dvalið í ýmsum löndum í vinnustofu, staðið fyrir listamannareknum sýningarrýmum og útgáfu. Hún býr og starfar í Reykjavík. Verk hennar spannar ýmsa miðla, allt frá teikningum, umhversfislistar og gjörninga til samstarfsmyndlistar og bókverka.
Fyrst og fremst ríkir hamingja og lífsgleði í stað taugaveiklunar, þreytu og meltingartruflana. Sú vinna, sem leyst yrði af hendi, nægði til að gera frístundir yndislegar en ylli ekki ofþreytu. Þar sem fólk yrði ekki þreytt í frístundum sínum færi það ekki aðeins fram á óvirkar og innantómar skemmtanir. Að minnsta kosti eitt prósent fólks myndi líklega nota tímann til að sinna verkefnum í almannaþágu og þar sem það þyrfti ekki að reiða sig á að vinna sér til viðurværis, þá væri frumleika þess ekki settar neinar hömlur og það væri ekki nauðsynlegt að laga sig að viðmiðum eldri beturvita. En það er ekki aðeins í þessum undantekningartilvikum að kostir frístunda koma í ljós. Þegar venjulegt fólk, karlar og konur, fær tækifæri til að njóta hamingjuríks lífs, þá verður það vingjarnlegra og ólíklegra til að ofsækja aðra eða tortryggja. Lystin á stríðsrekstri dæi út, að hluta til af þessum sökum, og að hluta til vegna þess að það kallar á mikla og erfiða vinnu frá öllum. Af öllum siðferðilegum eiginleikum er góðlyndi sá sem heimurinn þarfnast mest, og góðlyndi er afleiðing vellíðunar og öryggis, ekki erfiðrar lífsbaráttu. Framleiðsluaðferðir nútímans hafa gefið okkur möguleika á vellíðan og öryggi fyrir alla; við höfum valið, þess í stað, að hafa of mikla vinnu fyrir suma á meðan aðrir svelta. Hingað til höfum við haldið áfram af sama krafti eins og við gerðum þegar það voru engar vélar; að þessu leyti höfum við verið kjánar, en það er engin ástæða til að vera kjáni að eilífu.
Brot úr ritgerðinni Lof iðjuleysisins eftir Bertrand Russell, 1932.
Gauti Kristmannsson þýddi.



Gjörningar


kl. 15.00.

Homage to 7 Masters

Magnús Logi Kristinsson.

Magnús Logi flytur verkið Homage to 7 Masters, en verkið var fyrst sýnt á Reina Sofia safninu í Madrid.

Líkami og orð umbreytast í hlutgerð form í gjörningi Magnúsar Loga. Reglulegur hrynjandi í upplestri margbreytilegra lista gerir textann bæði að concrete ljóði og tónlist, en á meðan er hugmynd um líkamlega nærveru ögrað með nánast algerri kyrrstöðu.



kl. 15.40

REM

Mads Hvidkjær Binderup, Sonja Ferdinand og Anna Oline Frieboe Laumark.

Í hljóðmyndinni REM er myndmál drauma útgangspunktur skoðunar á ástandinu "draumur" sem svörun við umheiminum. Áhorfendum er boðið í umvefjandi ferðalag þar sem brot úr persónulegum draumum umbreytast í sameiginlega upplifun.



kl. 16.00 – 16.20
Kaffihlé


Kl. 16.20

BLÓÐSÓL.

Haraldur Jónsson og Ásta Fanney Sigurðardóttir.

BLÓÐSÓL er tilraun til að varpa ljósi á róf athafna, orða og mynda í tilbúnum aðstæðum. BLÓÐSÓL lýsir upp síkvikar væntingar mannsins þar sem þátttakendur eru í senn áhorfendur, viðfangsefni og hvorugt.                
Höfundar verksins eru listamennirnir Haraldur Jónsson og Ásta Fanney Sigurðardóttir. Þau beita ýmsum miðlum í listsköpun sinni og eiga það sameiginlegt að vinna á mörkum myndar og tungu þar sem þau vefa oftar en ekki verk sín úr andrúmslofti staðhátta (genius loci).



Bergþór Morthens opnar sýningu í Listasafninu á Akureyri

29136959_1779023865452781_1781112775758577664_n

Bergþór Morthens

Rof

Listasafnið á Akureyri

24. mars - 15. apríl 2018

„Ég hef lengi velt fyrir mér leiðtogaþörf mannsins og birtingarmyndum valds í samfélaginu. Verkin á sýningunni eru tilraun til að leysa upp þessar birtingarmyndir og eru ákveðin tilfærsla á viðfangsefninu. Slíkt er gert með uppbyggingu og niðurrifi, umsnúningi eða vendingu í ferli málverksins.
Myndflöturinn verður nokkurs konar átakasvæði þar sem heildin er rofin.
Formið víkur fyrir formleysi og nýjum, óskyldum áhrifum er safnað saman til þess að mynda aðra óskylda heild með annars konar frásögn. Frásögn sem fjallar ekki síður um, eða vísar til, atriða utan myndflatarins.“

Bergþór Morthens (f. 1979) lauk námi við Myndlistaskólann á Akureyri 2004 og MA námi í myndlist við Valand háskólann í Gautaborg 2015. Hann hefur haldið einkasýningar á Íslandi, í Rúmeníu og Svíþjóð og tekið þátt í samsýningum á Íslandi, Grikklandi, í Svíþjóð og Danmörku.
Sýningarstjóri: Guðrún Pálína Guðmundsdóttir

///

Bergþór Morthens

Rupture

Akureyri Art Museum

March 24áµ—Ê° - April 15áµ—Ê° 2018

“For quite some time I have pondered on man’s need for leaders and how power manifests itself in society. The artworks in this exhibition are an attempt to dissolve those manifestations and a certain displacement of the subject matter. Such doings take place through construction and demolition, a turnaround or reversal in the process of painting. The canvas becomes a kind of battlefield where the whole is interrupted.
The form yields to a non-form and new unrelated influences are gathered together to form another unrelated whole with a different narrative. A narrative that also strongly refers to things outside the canvas.”

Bergþór Morthens (born 1979) graduated from the Akureyri School of Visual Arts in 2004 and finished an MA degree from Valand University, Gothenburg, Sweden in 2015. He has held solo
exhibitions in Iceland, Romania and Sweden and participated in group exhibitions in Iceland, Greece, Sweden and Denmark.
Curator: Guðrún Pálína Guðmundsdóttir.


Roxanne Everett sýnir í Deiglunni

29387026_684397738350644_8711927387081670656_o

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Íslensk landslagmálverk, sýningu gestalistamanns Gilfélagsins Roxanne Everett, í Deiglunni laugardaginn 24. Mars kl. 14 - 17. Einnig opið á sunnudag kl. 14 - 17 - aðeins þessi eina helgi. Léttar veitingar verða í boði og listamaðurinn verður á staðnum.

Roxanne hefur dvalið í Gestavinnustofu Gilfélagsins í marsmánuði en eyddi einnig tíma í Listhúsi á Ólafsfirði fyrir um ári síðan. Roxanne segir um verk sín: “Málverkin sem ég hef verið að vinna að á vinnustofunni endurspegla ýmist hugarástand og aðstæður fundnar í íslensku landslagi. Verkin eru af þekktum íslenskum stöðum, en fyrir mig þá er það að finna hið sérstaka í hinu algenga landslagi sem grípur athygli mína, einkum að finna mynstur, endurspeglanir og áferðir.”

Flest þessara verka eru akrýlmálverk en á meðan dvölinni stóð hef ég líka kannað nýja miðla. Þau eru aðallega unnin hér í Listagilinu en einnig eru nokkur sem ég byrjaði eða kláraði í Listhúsi á Ólafsfirði í febrúar 2017. Ég er mjög þakklát fyrir þetta tækifæri, að geta haldið áfram að vinna hérna á Íslandi og að geta sýnt þessa seríu. Ég mun halda áfram með þetta verkefni þegar ég fer aftur heim til Seattle.”

Roxanne Everett er landslagsmálari sem leggur áherslu á vistfræði og fegurð náttúrunnar, sérstaklega óbyggðirnar og afskekkt svæði. Markmið hennar er að flytja áhorfendurna til þessara staða og hvetja þá til að móta dýpri tengsl við landið auk þess að endurnýja tengsl þeirra við fyrri reynslu. Í samfélagi sem verður sífellt þéttbýlla deila málverk hennar mikilvægi og fegurð náttúrulegs landslag með áhorfendum, þar á meðal þeirra sem hafa ekki möguleika á að upplifa þessa staði.

Roxanne starfaði sem arkítekt og síðan í tuttugu ár sem landvörður í Bandaríkjunum. Hún hefur áður verið gestalistamaður í Wyoming og Oregon í Bandaríkjunum, Bilpin í Ástralíu og Listhúsi, Ólafsfirði en dvelur nú í gestavinnustofu Gilfélagsins. Hún býr hálft árið í þéttbýli í Seattle og hálft árið í agnarsmáu og einangruðu samfélagi sem er aðeins hægt að komast með báti.

Roxanne hlaut BA-gráðu í arkitektúr frá Háskólanum í Idaho árið 1983 og master í skógarvistfræði frá Háskólanum í Washington árið 1994. Hún lauk starfsþróunarverkefninu Washington State EDGE starfsþróunarverkefni fyrir myndlistarmenn árið 2011.

Málverk Roxanne eru reglulega sýnd í Bandaríkjunum og eru varanlega sýnd í fjórum miðstöðvum þjóðgarða í vestur Bandaríkjunum.

///

You are invited to the opening of Icelandic Landscape Paintings by artist in residence Roxanne Everett in Deiglan on Saturday, March 24th at 2 - 5 pm. Also open on Sunday at 2 - 5 pm. Please join us for light refreshments and the artist will be present.

Roxanne says about her stay: “The paintings that I worked on at the Gil artist residency reflect the various moods and conditions found across the Icelandic landscape. Most of the artwork in this series are acrylic paintings but, while here, I’ve also explored using other mediums in my work. Paintings include several well known Icelandic locations. But for me, it is finding the extraordinary in the common everyday landscape that always captures my attention, especially in finding the patterns, reflections and textures within. The majority of the pieces were worked on while at residence here at Gil. Others were begun or completed at Listhus artist residency in February, 2017. I’m very grateful for this opportunity to continue my work on Iceland and for the chance to exhibit this series. Work done here will be continued when I return back home (Seattle, WA, USA).”

Roxanne Everett is a contemporary landscape painter. Her work focuses on the ecology and scenic quality of the natural environment, especially wilderness and remote areas. Her objective is to transport viewers to those locations and urge them to forge a deeper relationship with the land while renewing any connections from their own previous experience. With a culture that is increasingly marginalized to urban areas, her paintings share the importance and beauty of the natural landscape with viewers, including with those that may not otherwise be able to experience such a place first hand.

Roxanne worked first as an architect and later spent twenty years as a National Park Ranger in the US. She has been an artist in residence for Big Ci, Bilpin, Australia (2017), Listhus in Olafsfjordur, Iceland (2017), Playa Arts (Oregon - 2016), Brush Creek Arts (Wyoming - 2016), Jentel Arts (Wyoming - 2015), as well as for several National Parks Artist in Residence programs. She lives half of the year in the urban landscape of Seattle, WA and the other half in a tiny isolated community that is reachable only by boat.

Roxanne received a Bachelor of Architecture from the University of Idaho in 1983 and a Masters of Forest Ecosystems from the University of Washington in 1994. She completed the Washington State EDGE professional development program for artists in 2011.

Roxanneʼs work is regularly exhibited in the U.S. and has her work permanently exhibited in four western National Park Visitor Centers.


Ingunn Fjóla opnar sýninguna Í sjónmáli í Hofi

29136482_755406427987581_3799435925260337152_o

Laugardaginn 17. mars kl. 14.00 opnar einkasýning Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur, Í sjónmáli, í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Sýningin samanstendur af stórri vegginnsetningu auk minni málverka sem spila á mörk hins tvívíða og þrívíða. Með efnisvalinu vísa verkin á mismunandi hátt í stöðu sína sem málverk. Áhorfendur eru gerðir meðvitaðir um líkama sinn í rýminu og afstöðu til verkanna, sem breytist eftir sjónarhorni hvers og eins.

Ingunn Fjóla (f. 1976) hefur lengi fengist við málverkið og þá sérstaklega samtal þess við rýmið. Hefur hún beitt ýmsum aðferðum til að umbreyta rýminu, ýmist með því að þenja málverkin út í rýmið eða byggja þrívíðar innsetningar sem áhorfandinn gengur inn í. Ingunn Fjóla útskrifaðist með MA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands vorið 2017, en hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá sama skóla árið 2007. Áður hafði hún lokið BA prófi í listasögu frá háskólanum í Árósum. Verk Ingunnar Fjólu hafa verið sýnd víða í söfnum og galleríum. Þar ber helst að nefna einkasýningar í Hafnarborg, Gallerí Ágúst og Cuxhavener Kunstverein auk fjölda samsýninga innanlands og erlendis.


Tveir viðburðir í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

29178469_1605424932867439_692271375754199040_o

Alþýðuhúsið á Siglufirði
17.- 18. mars 2018

Helgina 17. – 18. mars verða tveir viðburðir í Alþýðuhúsinu á Siglufirði
Brák Jónsdóttir opnar sýningu í Kompunni 17. mars kl. 15.00 og Bergþór Morthens verður með kynningu á verkum sínum í Sunnudagskaffi með skapandi fólki 18. mars kl. 14.30.


Spretta.

Brák hefur dvalið í sýningarrýminu langtímum og rannsakað galleríið og möguleikana sem það býður uppá. Hversdagsleg nálgun, útvíkkun efnis og áferðar í rýminu sjálfu fylltu hana löngun til að leika sér með rifurnar milli gólfborðanna. Þær virkuðu á hana eins og þagnir í tónlist eða tækifæri til að lesa á milli línanna. Verkið varð til þegar tvö ólík efni mættust áreynslulaust og reiðubúin til að taka hvort á móti öðru til samstarfs. Um leið virkjar Brák allt rýmið í ljóðrænum andblæ stillu jafnt sem fínlegrar hreyfingar.

Brák Jónsdóttir, fædd 1996, hefur verið viðriðin listir og menningu frá blautu barnsbeini. Hún ólst upp í Listagilinu á Akureyri á vinnustofu foreldra sinna og fór ung að taka þátt í því starfi sem þau standa fyrir. Fyrir nokkrum árum fór hún að vinna að eigin listsköpun og að standa fyrir menningarviðburðum. Hún er ein stofnenda viðburðarýmisins Kaktus á Akureyri og hefur staðið fyrir Hústöku og Dóbíu af öðrum heimi í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Brák hefur mest gert gjörninga og vídeólist ásamt því að hafa unnið að fjölbreyttum verkefnum í samstarfi við aðra listamenn á Íslandi, í Danmörku og í Hollandi.


Bergþór Morthens myndlistarmaður mun vera með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Þar mun hann segja frá eigin verkum og þróun í sköpunarferli. Vendingar í ferli málverksins, átök ólíkra stíla, form og formleysi, hræðsla við liti og jafnvel smá pólitík verður meðal þess sem um verður rætt.
Bergþór Morthens (f. 1979) lauk námi við Myndlistaskólann á Akureyri 2004 og MA námi í myndlist við Valand háskólann í Gautaborg 2015. Hann hefur haldið einkasýningar á Íslandi, í Rúmeníu og Svíþjóð og tekið þátt í samsýningum á Íslandi, Grikklandi, í Svíþjóð og Danmörku. Bergþór er búsettur í Gautaborg en á einnig hús á Siglufirði og kennir myndlist við Menntaskólann á Tröllaskaga.

29133249_1604024236340842_3903665650433785856_n

Efri mynd: Verk eftir Brák Jónsdóttir

Neðri mynd: Verk eftir Bergþór Morthens

 


Ljósmyndasýning í Deiglunni

28515923_10214524775886464_913457186050141147_o

Verið velkomin á ljósmyndasýninguna Brasið hans Brasa í Deiglunni.
Sýningin opnar laugardaginn 10. mars kl. 13 og mun standa til 18. mars.

Opnunartímar eru laugardaga og sunnudaga kl. 13 - 18.

https://www.facebook.com/events/347992965700013/


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband