Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2017

Tilraunastofa Dunnu í Mjólkurbúðinni

16422733_10154202109657231_103400575783087260_o

Tilraunastofa Dunnu er sýning Unnar Óttarsdóttur og Dagrúnar Matthíasdóttur opnar í Mjólkurbúðinni í listagilinu á Akureyri, laugardaginn 11.febrúar kl. 17.30.

Er þetta rétt?
Er þetta vísindalega sannað?

Verkið Tilraunastofa Dunnu fjallar um ryþma og samspil Dagrúnar og Unnar í sameiginlegu rýmisverki þar sem þær vinna með litasamspil og form í endurvarpi. Verkið byggir á og er framhald fyrri verka Unnar sem nefnast Endurvarp og fjalla um myndun sjálfsmyndar með speglun í tengslum. Saman tjá listakonurnar tilraunakennda sköpun sem þær endurspegla hvor frá annarri.

Myndlistakonurnar Dagrún Matthíasdóttir og Unnur Óttarsdóttir hafa unnið og sýnt saman áður í gjörningaþáttökuverki og málverkasýningum. Þær hafa báðar tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis, og einnig haldið þó nokkrar einkasýningar.

Unnur Óttarsdóttir er myndlistarkona og listmeðferðarfræðingur búsett í Reykjavík. Ásamt því að stunda myndlist vinnur Unnur að rannsóknum og skrifum  um listmeðferð í ReykjavíkurAkademíunni og hafa greinar eftir hana birst í ýmsum ritum á alþjóðlegum grundvelli.

Dagrún Matthíasdóttir er myndlistakona og kennari búsett á Akureyri. Hún hefur verið mjög virk í starfi í listum í tengslum við sýningar og viðburði í listagilinu. Hún er einnig sýningastjóri í Mjólkurbúðinni sem er sýningarými staðsett í sama húsi og Listasafnið á Akureyri.

Tilraunastofa Dunnu er aðeins þessa einu helgi í Mjólkurbúðinni.
Opið laugardag kl. 17:30 - 20:00
og sunnudag kl. 14-17.

https://www.facebook.com/events/1304660052953567


Fjölskylduleiðsögn um sýningu Nínu Tryggvadóttur í Listasafninu

16463054_1366459516709220_5738678480104075331_o

Laugardaginn 4. febrúar kl. 11-12 verður boðið upp á sérstaka fjölskylduleiðsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur, Litir, form og fólk. Munurinn á hlutbundinni og abstrakt list Nínu verður m.a. skoðaður auk þess sem barnabækur hennar verða sérstaklega til umfjöllunar.

Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum Nínu.

Skráning á heida@listak.is.

Aðgangur er ókeypis.

https://www.facebook.com/events/1226719584042661


Kristján Breki Björnsson sýnir í Listasalnum Braga

16299390_718726354958354_2520618276775347389_n

Kristján Breki Björnsson sýnir ný málverk og teikningar sem að hann hefur verið að vinna að i Listasalnum Braga samhliða námi við listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri. Viðfangsefni Kristjáns i málverkinu hefur verið að skoða hin ýmsu minni bæði í íslenskri og erlendri listasögu og nota þau í bland við sitt eigið listræna tungumál til þess að koma boðskap sínum til skila.

Sýningin byrjar kl 16:00 til 18:00 og er i húsnæði Ungmennahússins í Rósenborg (gamla Barnaskólanum) á fjórðu hæð. Frítt inn og allir hjartanlega velkomnir.

https://www.facebook.com/events/760625960755878


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband