Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2014

Reitir 2014 - alþjóðlegt skapandi samstarfsverkefni á Siglufirði

haus-sia_o

Reitir 2014 - alþjóðlegt skapandi samstarfsverkefni á Siglufirði

Opnar laugardaginn 12. júlí
 

Verkefnið Reitir býður árlega 25 einstaklingum víðsvegar að úr heiminum til Siglufjarðar að taka þátt í tilraunakenndri nálgun á hinni hefðbundnu listasmiðju. Reitir byggja á þeirri hugmynd að með því að blanda saman starfsgreinum úr mörgum áttum nýtist fjölbreytt reynsla þátttakenda sem grunnur að nýstárlegum verkefnum sem fjalla á einn eða annan hátt um Siglufjörð.

Opnun Reita verður á Siglufirði, laugardaginn 12. júlí kl. 15:00, og þá getur almenningur séð og upplifað fjölbreytt verkefni víðsvegar um bæinn. Athugið að opnunin stendur yfir aðeins þennan eina dag.

Aðalstyrktaraðilar verkefnisins eru Menningarráð Eyþings og Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, eigandi Alþýðuhússins á Siglufirði.

Hér er skemmtilegt myndskeið frá vinnu síðustu daga: http://vimeo.com/100472893

IMG_5830r_905

Verkefnið Reitir opnar á morgun, laugardaginn 12. júlí, kl 15:00 í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Þar verður boðið upp á léttar veitingar og verkefnið opnað formlega. Um 15:30 verður farið í gönguferð milli verkefna þar sem þátttakendur útskýra hugmyndirnar á bakvið verkefnin. Hér fylgir stutt yfirferð fyrir áhugasama:

Þeir sem hafa áhuga á vísindum ættu að kíkja í The Science Kitchen sem er fyrir utan Alþýðuhúsið. Þar er fengist við allskonar tilraunir á rækjudufti, lúpínum, rafmagnstækjum, efnablöndum og fleiru.

Lengi hefur verið deilt um hvað skuli gera við gamla malarvöllinn við Alþýðuhúsið. Einn hópur Reita greip á lofti þann almannaróm að borgarskipulag Manhattan hafi verið fyrirmynd bæjarskipulags Siglufjarðar og nýtti þá hugmynd í að endurhanna tvö sjónarhorn á Siglufjörð, þar sem hin sögufræga Chrysler bygging frá Manhattan virðist rísa á malarvellinum.

Mikið er um vídeóvinnslu á Reitum í ár. Annars vegar verður sýnd heimildarmynd um tólf einstaklinga sem hafa nýja hugsun og hæfileika eftir síldarævintýrið mikla. Myndin sýnir fjölbreytileika og persónueinkenni fólks. Hin myndin fjallar um hversdagslífið á síldarárunum. Þar velta þátttakendur fyrir sér því lífi sem sjaldan er veitt athygli og setja það upp eftir sínu höfði.

Það má með sanni segja að aldrei hafi verið langt í glensið meðal hópsins. Fyrstu kvöldin var ákveðinn hópur sem heillaðist af fleyttum kellingum og kom af stað heljarinnar markaðssetningu fyrir „Skipping Stones“. Búin var til húmorísk auglýsing með tilheyrandi stefi og uppsetningu.

Áhugaverður hugbúnaður í formi vef apps sem nýtir GPS staðsetningu snjallsíma og spjaldtölva til fjársjóðsleitar hefur verið unnið á Reitum. Fólki gefst kostur á að fara um bæinn í leit að sögum innfæddra tengdum ákveðnum staðsetningum fjarðarins, sem voru klipptar saman úr viðtölum. Allt saman var forritað og hannað frá grunni, frá leturgerð til allsherjar heildarútlits og virkni.

Dag hvern í þessari viku klukkan 18:00 hefur öllum verið velkomið að koma í Alþýðuhúsið og hitta franska leikkonu sem hefur boðið fólki að segja sér frá leyndarmáli, vandamáli, draumi, játningu, sögu eða hverju sem þig langar til að tala um, á hvaða tungumáli sem er, undir nafnleynd og öryggi. Síðasti dagur The Secret Room verður í Alþýðuhúsinu í kvöld frá kl. 18:00.

Fjölmörg verkefni til viðbótar eru væntanleg, þar má telja kajakgerð, svokallaður Factory Playground tileinkaður yngstu kynslóðinni, kaffihús á ótrúlegum stað í miðjum ruslahaug, hljóðbox og furðulegar vélar með skemmtilegan tilgang.

Útsjónarsemi og ríkt hugmyndaflug hefur verið í fyrirrúmi á Reitum og drifkrafturinn og fjölbreytnin í hópnum er til fyrirmyndar — enda hafa þátttakendur unnið viðstöðulaust frá 9:00 til miðnættis alla daga!
Norðlendingar og aðrir gestir eru hvattir til að fara á stúfana og forvitnast á morgun kl. 15 í Alþýðuhúsinu og víðar um bæinn.


10513976_303562076488698_1362949464_n


Listsýningar og listviðburðir á Ólafsfirði

1035596491_orig

Dagana 24. - 29. júlí munu Menningarhúsið Tjarnarborg og Listhúsið í Ólafsfirði standa fyrir listsýningum og listviðburðum.
Kallað er eftir þátttöku listamanna á Tröllaskaga og sömuleiðis þátttöku íbúa Ólafsfjarðar.
Markmið með verkefinu er m.a.: að auka fjölbreyttni í listmenningu á svæðinu, auðga menningarlífið í sveitarfélaginu og um leið skapa tækifæri fyrir alþjóðlega listamenn og listamenn úr heimabyggð til að skiptast á hugmyndum og mynda tengsl. Nú þegar hafa fjórir erlendir listamenn boðað komu sína.
Markmið og verkefni:
    •    Auka fjölbreytni í listmenningu
    •    Auðga menningarlífið í sveitarfélaginu
    •    Skapa tækifæri fyrir alþjóðlega listamenn og listamenn úr heimabyggð til að skiptast á hugmyndum og mynda tengsl.


Sýningardagar og tímasetningar:

Menningarhúsið Tjarnarborg:

25. 07 | kl. 18:00-20:00 opnun

26.-27. 07 | kl.14:00-17:00

28.-29. 07 | kl.16:00-18:00
 
Allir listamenn á Tröllaskaga velkomnir að taka þátt.
engar takmarkanir
Interested parties, please send their information (name, size of works,  medium, short description and an image) to listhus@listhus.com with the title of  Trollaskaga Art Exhibition.  Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt sendi upplýsingar um sig á netfangið listhus@listhus.com
Nánari upplýsingar:
http://listhus.com/7/post/2014/07/-2014-trollaskaga-art-exhibition.html


Sýningin Ólíkindi í Populus tremula

O%CC%81li%CC%81kindi-web

VIKAR MAR OG ELVAR ORRI

Laugardaginn 12. júlí kl. 14.00 munu tveir ungir og ólíkir myndlistamenn, þeir Vikar Mar og Elvar Orri, opna sýninguna Ólíkindi í Populus tremula.

Einnig opið sunnudaginn 13. júlí kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.


Kristín Gunnlaugsdóttir með listamannsspjall í Flóru

10475604_793534927344271_7720067183832147799_n

Kristín Gunnlaugsdóttir
14. júní - 17. ágúst 2014
Sýningarspjall föstudaginn 4. júlí kl. 20-21
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/1419489705006353

Föstudagskvöldið 4. júlí kl. 20-21 verður Kristín Gunnlaugsdóttir í listamannsspjalli í Flóru í Hafnarstræti 90 á Akureyri og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Kristín er fædd á Akureyri og stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri, MHÍ í Reykjavík og Accademia delle Belle Arti í Florence á Ítalíu. Hún er ein af okkar fremstu myndlistarmönnum og einkasýning hennar í Listasafni Íslands á síðasta ári hlaut verðskuldaða athygli. Fyrir þá sýningu fékk Kristín menningarverðlaun DV fyrr á þessu ári.

Á sýningu Kristínar í Flóru gefur að líta málverk og teikningar frá þessu og síðasta ári. Nokkur þeirra verka voru einmitt á einkasýningu Kristínar í Listasafni Íslands en einnig eru verk sem ekki hafa verið sýnd áður.
Nánari upplýsingar um verk Kristínar má finna á http://kristing.is

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru alla daga kl. 10-18 og hún stendur til sunnudagsins 17. ágúst 2014.



Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.


Tryggvi Þórhallsson opnar sýningu í Mjólkurbúðinni

10464329_10203562541097685_8864946338234467768_n

 

Tryggvi Þórhallsson opnar myndlistasýninguna Undir háum himni í Mjólkurbúðinni í listagilinu á Akureyri, laugardaginn 5.júlí kl. 15.


Tryggvi Þórhallsson sýnir akvarellur þar sem leitast er við að fanga hin ólíku birtubrigði íslenskrar náttúru. Efnistökin fela í sér sígilda leit að einingu milli teikningar og málverks - línu og flatar - himins og jarðar.

Viðfangsefnið er því klassískt en Tryggvi heldur því engu að síður fram að fátt sé jafnbundið menningunni og það hvernig fólk á hverjum tíma upplifir umhverfi í mynd – enda eigi landslagið sér tvöfalda tilveru: Annars vegar í hinum svokallaða raunheimi og hins vegar í huga þess sem dvelur eða ferðast í landinu.

Tryggvi (f. 1962) stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1984 – 1988 og brautskráðist frá grafíkdeild. Á meðan á námi stóð og á árunum eftir útskrift tók hann þátt í nokkrum samsýningum myndlistarmanna. Hann hefur árlega haldið einkasýningar frá 2012 og auk vatnslita vinnur hann með teikningu, ætingu og þurrnál.

Tryggvi er félagi Íslenskri grafík.
Opnun sýningarinnar 5. júlí kl. 15:00. Allir velkomnir. Opið daglega 6. – 13. júlí frá 10:00 til 18:00.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband