Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Gunnhildur Helgadóttir sýnir í Gallerí Ískápi

iskapur.jpg

LANDSLAG
Gunnhildur Helgadóttir sýnir í Gallerí Ískápi, laugardaginn 13. apríl. kl: 14:00

Hvar?
Gallerí Ískápur / Gallery Fridge (Kaupvangsstræti 12. Listasafnshúsið/gengið inn úr portinu fyrir ofan, baka til)

Vefsíða Gallerí Ískáps: http://samlagid.portfoliobox.me/
Event á facebook: http://www.facebook.com/events/146933755479653/


Bandaríski ljósmyndarinn Mark Fohl sýningu í Populus tremula

 Mark-Fohl-web

SUITCASE PHOTOS

Mark Fohl

Laugardaginn  13. apríl kl. 14.00 opnar bandaríski ljósmyndarinn Mark Fohl sýninguna Suitcase Photos í Populus tremula.

Listamaðurinn, sem dvelur nú í Gestavinnustofu Gilfélagsins, er búsettur í Ohio í Bandaríkjunum þar sem hann stundar listræna ljósmyndun. Hann sýnir aðeins svarthvítar myndir sem teknar eru á filmu. 


Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 14. apríl frá tvö til fimm. Aðeins þessi eina helgi.

 


Agnes Ársælsdóttir, Jón Arnar Kristjánsson og Þórður Indriði Björnsson sýna í Sal Myndlistarfélagsins

 iii.jpg

Talan þrír er skemmtileg að því leyti að hún fylgir í kjölfarið af tölunni tveimur og á undan fjórum, einnig erum við með 10 fingur, missir maður sjö verða einungis þrír eftir. Allt er þá þrennt er segir máltakið, óhöppin koma í þrennum og eru þau aðeins tilviljun, rétt eins og allt sem hrærist á þessari jörðu sem og tildrög þessarar sýningar. Samkvæmt Pýþagorasi var talan þrír hin fullkomna tala því hún átti sér upphaf, miðju og endi líkt og leikverk, kvikmynd, tónverk og lífvera. Talan þrír leikur stórt hlutverk í þjóðsögum og ævintýrum og magnar hún upp spennu líkt og spennan sem myndast á milli þriggja ólíkra einstaklinga sem komið er fyrir saman í tómu rými. Á sýningunni má sjá verk eftir þrjá einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að stunda myndlistarnám við Verkmenntaskólann á Akureyri. En það eru þau Agnes Ársælsdóttir, Jón Arnar Kristjánsson og Þórður Indriði Björnsson sem eiga í hlut.

Salur Myndlistarfélagsins,
Kaupvangsstræti 10, Listagili, 600 Akureyri.

Opnunartími:

Laugardagurinn 6.Apríl 14:00 - 21:00
Sunnudagurinn 7. Apríl 13:00 - 16:00

Látið orðið berast.

https://www.facebook.com/events/312485165547316/


Soffía Árnadóttir sýnir í Ketilhúsinu

SA_Steinar2

Í SKUGGA TÁKNSTAFANNA

Ketilhús 6. apríl – 12. maí

Soffía Árnadóttir

 

Laugardaginn 6. apríl kl. 15 verður opnuð í Ketilhúsinu á Akureyri sýning á verkum eftir Soffíu Árnadóttur.  Á þessari fyrstu yfirlitssýningu á verkum hennar kennir margra grasa en Soffía er vel þekktur grafískur hönnuður og einn helsti leturmeistari landsins. Tungumálið mótar skilning okkar á tilverunni að stærstu leyti og táknmerkingar stafanna eru þeir járnbrautarteinar sem flest mannleg samskipti fara eftir. Þeir birta okkur sýnir og sjónarhorn, umvefja skilning okkar og skynjun á hlutveruleikanum og mynda þar með hina stafrænu matrixu. Það er þetta skuggaspil táknmerkjanna sem Soffía gerir sér mat úr. Letrið er hennar ær og kýr og vinnur hún það í ýmis efni, s.s. vatnsliti, blaðgyllingu, skinn, keramik, stein, gler, stál og tré, en áhugi hennar á því felst þó fyrst og fremst í formgerðum bókstafanna, sjónrænum möguleikum þeirra og útfærslu.

Sýningin stendur til 12. maí og er opið alla daga nema mánudaga og þriðjudaga kl. 13-17. Aðgangur er ókeypis.


Hekla Björt og Sara Björg opna sýningu í Deiglunni

triangulus_minni

TRIANGULUS

DEIGLAN 6. apríl – 21. apríl

Hekla Björt og Sara Björg

Í sýningarsalnum Deiglunni sem staðsett er í Listagilinu á Akureyri verður laugardaginn 23. mars kl. 15 opnuð sýning á verkum eftir listakonurnar Heklu Björt (f. 1985) og Söru Björgu (f. 1988). Þríhyrndar formsmíðar er það sem þær gera að yrkisefni sínu á sýningunni Triangulus. Óðurinn til þríhyrningsins er einskonar sameiningartákn: þær tvær og sköpunin, ástin, listin og heimurinn, þú og ég og geimurinn, eða hverskonar þrenna sem er.


Ásdís Arnardóttir sellóleikari með fyrirlestur í VMA

fyrirlestur3.jpg
 
Velkomin á fyrirlestur á föstudaginn kl. 14:30 í stofu M01 í Verkmenntaskólanum á Akureyri. 

Ásdís Arnardóttir sellóleikari verður með fyrirlesturinn sem hún nefnir: Tækifæri í tónlist - Sýn á möguleika. Hún ásamt gítarleikaranum Matti Saarinen hefja leikinn á því að spila ólík tóndæmi en síðan mun Ásdís tala um starf sitt sem hljóðfæraleikari, tónlistarstofnanir og styrkjaumhverfi.

Þetta er þriðji fyrirlesturinn á þessari önn í röð fyrirlestra sem listnámsbraut VMA og Sjónlistamiðstöðin standa fyrir og hafa gert í fjölda ára. Hann er öllum opinn og ókeypis.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband