Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013

Opnar vinnustofur í miðbæ Akureyrar

opnarvinnust-vika10-1.jpg

Við ætlum að opna vinnustofur okkar fyrir gestum og gangandi fimmtudaginn 7. mars 2013, kl. 16-20. Fyrir einum mánuði vorum við með opnar vinnustofur og það tókst afar vel og mæltist svo vel fyrir að við stefnum á að gera þetta að mánaðarlegum viðburði. Nú þegar hafa nokkrar vinnustofur og einstaklingar bæst í hópinn.

Kaupvangsstræti 12. Listasafnshúsið / gengið inn úr portinu fyrir ofan, baka til:

Ólafur Sveinsson myndlistarmaður
G. Rúnar Guðnason myndlistarmaður og Hallgrímur Ingólfsson myndlistarmaður
Freyja Reynisdóttir myndlistarnemi, Gunnhildur Helgadóttir myndlistarnemi og Karólína Baldvinsdóttir myndlistarnemi


Flóra, Hafnarstræti 90

Sigurjón Már og Marta Kusinska áhugaljósmyndarar
Kristín Þóra Kjartansdóttir félagsfræðingur og framkvæmdastýra Flóru
Hlynur Hallsson myndlistarmaður
Elín Hulda - recycled by elinhulda
Auður Helena - Kaí merking
Inga Björk - gullsmíði og myndlist


Ráðhústorg 7

Fótografía, Guðrún Hrönn ljósmyndari.
María Ósk, listamaður
Blek hönnunarstofa
Herdís Björk vinnustofa | Bimbi


Mublur Húsgagnaviðgerðir, Brekkugötu 13

Berglind Júdith Jónasdóttir  Húsa- og húsgagnasmiður, Guðrún Björg Eyjólfsdóttir   húsgagnasmíðanemi og Ingibjörg Björnsdóttir húsgagnasmíðanemi


Hvítspói, Brekkugötu 3a

Anna Gunnarsdóttir textílhönnun og myndlist

Allir eru velkomnir og fólk getur gengið á milli og kíkt í heimsókn á vinnustofur og skoðað það sem verið er að framleiða og bjóða uppá í miðbænum.
Viðburðurinn á fésbók: https://www.facebook.com/events/224831890990560/

Bautinn styrkir viðburðinn og er með tilboð í gangi og opið fram eftir kvöldi.
Nánari upplýsingar veitir Elín Hulda Einarsdóttir í síma 868 5955, elinhulda@gmail.com

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband