Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Hádegisheimsóknir myndlistarmanna í fyrirtæki á Akureyri

thekking.jpg

Í desember og í byrjun janúar hafa félagar í Myndlistarfélaginu farið í hádegisheimsóknir í fyrirtæki á Akureyri og kynnt félagið, Menningarráð Eyþings og eigin listsköpun. Þetta er liður í listfræðslu til almennings og kallast verkefnið "Myndlist milli mála, listfræðsla fyrir almenning" og hlaut verkefnið styrk frá Menningarráði Eyþings.
Sívaxandi eftirspurn hefur verið eftir menningaruppákomum og fræðslu sem þessari og því ánægjulegt fyrir félagsmenn Myndlistarfélagsins að fá tækifæri til að hitta starfsmenn á vinnustað með þessum hætti. Hver heimsókn tók u.þ.b.15-20 mínútur. Farið var í fyrirtæki og í stofnanir eins og á Skattstofuna, Mjólkursamsöluna, á fæðingardeild FSA, í tölvufyrirtækið Þekkingu og í Landsbankann. Þetta er tilraunarverkefni og ef vel tekst til væri jákvætt að geta þróað verkefnið og haldið því áfram.
Nemendum í skólum bæjarins var einnig boðið að koma í Sal Myndlistarfélagsins og skoða sýninguna "Aðventa" sem nemendur Myndlistaskólans sýndu þar. Vonandi geta þessi verkefni haldið áfram að vaxa og dafna og að fyrirtæki og stofnanir sjái sér hag í að auka þekkingu starfsmanna sinna um gildi menningar og lista, kynnast myndlistarmönnum og að starfsfólk fái tækifæri til að spyrja spurninga og ræða um myndlist á breiðum grunni við listamenn.

Kristinn G. Jóhannsson opnar myndlistasýningu í Mjólkurbúðinni

sumar_kgj.jpg


Kristinn G. Jóhannsson opnar myndlistasýningu í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 12.janúar kl.15

Kristinn um sýninguna:

Hvað sem annars má segja um þessi verk verður því með engu móti haldið fram, með réttu, að þeim hafi verið hróflað upp í skyndi eða í óðagoti.  Eins og sum ykkar muna ef til vill var fyrst skorið til þeirra fyrir rúmum þrjátíu árum og stundum hefi ég sýnt ykkur hluta úr þeim eða frumparta . Fyrst vorið 1982. Þau verk hafa síðan lifað sjálfstæðu lífi.  En nú loksins hefur mér auðnast það eftirlæti að koma verkunum til annarrar meðvitundar.  Þau eru orðin eins og mig minnir ég hafi ætlað þeim í upphafi  án þess ég muni það  glöggt, enda er fátítt að nokkuð verði það sem því var ætlað.

Þar sem þetta verkefni hefur tekið mig þrjátíu ár  og ég að nálgast áttrætt er ekki talið líklegt ég ljúki öðru slíku verki. Er þó langlífi í ættum sem að mér standa, bæði svarfdælskum og þingeyskum.

Þess vegna má, held ég , lofa ykkur því, að með þessu ljúki útskornu , grafísku og þrykktu lífi mínu en það hefur verið með nokkrum fádæmum og  fólgið í þessum  dúkristum, sem hér hefur verið raðað saman til að byggja  þessi kostulegu verk, sem  eiga sér ekki marga sálufélaga.

Hvað  sem því  líður er ég heldur feginn því, að  nú er lokið bjástrinu og ég hefi komið þessum dúkskurði á nýtt tilverustig.

 

Kristinn G. Jóhannsson (1936) varð stúdent frá MA 1956 og lauk kennaraprófi 1962. Starfaði við kennslu og skólastjórn á Patreksfirði, Ólafsfirði og Akureyri tæpa fjóra áratugi. Nam myndlist á Akureyri, í Reykjavík og í Edinburgh College of Art. 

Efndi til fyrstu sýningar sinnar á Akureyri 1954 en sýndi fyrst í Reykjavík 1962 í Bogasal Þjóðminjasafnsins og tók sama ár , fyrsta sinni,þátt í Haustsýningu FÍM í Listamannaskálanum við Austurvöll. Hefur síðan sýnt oft og víða heima og erlendis.


Sýning Kristins G. Jóhannssonar stendur 12.-27.janúar og eru allir velkomnir

 


Gestavinnustofa Gilfélagins er laus í febrúarmánuði 2013 vegna forfalla

gilid

Vegna forfalla er gestavinnustofa Gilfélagins á Akureyri laus í febrúarmánuði 2013.


Húsnæði Gestavinnustofunnar er samtals um 60 m2 sem skiptist þannig:
eldhús, svefnherbergi, baðherbergi og u.þ.b. 30 m2 vinnuaðstaða.
Vinnustofan er búin nauðsynlegustu búsáhöldum, svo sem sængurfatnaði,
síma, þvottavél, þurrkara, útvarp, sjónvarpi og málaratrönum. 
Gjald fyrir dvöl í Gestavinnustofu er 30.000 krónur.
Áhugasamir hafi samband sem fyrst með tölvupósti til studio.akureyri@gmail.com
Þorbjörg Birgisdóttir og María Jónsdóttir. Supervisors of the studio for visiting artists in Akureyri www.artistsstudio.blogspot.com

 


Finnur Arnar og Þórarinn Blöndal opna í Listasafninu á Akureyri

dagskra_augl5_web.jpg

Sjónlistamiðstöðin á Akureyri heilsar nýju ári laugardaginn 12. janúar kl. 15 með opnun sýningar listamannanna Finns Arnars og Þórarins Blöndal í Listasafninu. Sýningin ber yfirskriftina Samhengi hlutanna.

Sýningin stendur til 3. mars og er opin alla daga nema mánudaga og þriðjudaga frá kl. 13-17. Aðgangur er ókeypis í boði Akureyrarbæjar.


Umsóknarfrestur fyrir KÍM styrki er 01.02

iac_logo_invblue_rgb-300x162

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar styrkir myndlistarmenn til starfa, ferða og sýningahalds erlendis. Sú breyting verður á 2013 að styrkir verða veittir fjórum sinnum í stað sex. Verkefnastyrkir verða veittir tvisvar á ári og ferðastyrkir tvisvar. Verkefnastyrkir eru veittir til framleiðslu verka og sýninga og útgáfu en ferðastyrkir fyrir ferðum, gistingu og/eða uppihaldi á ferðalögum.

 

Tekið verður við umsóknum frá 2. janúar en umsóknarfrestir á árinu 2013 eru eftirfarandi:

 

01.02.2013 – Verkefnastyrkir

01.05.2013 -  Ferðastyrkir

01.07.2013 -  Verkefnastyrkir

01.11.2013 -  Ferðastyrkir

Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna hér.


Íris Ólöf Sigurjónsdóttir í listamannsspjalli í Flóru

dros5

Íris Ólöf Sigurjónsdóttir
Drósir og draumar
24. nóvember  2012 - 12. janúar 2013
Sýningarspjall fimmtudaginn 10. janúar kl. 20-21.
Sýningarlok laugardaginn 12. janúar
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri

Fimmtudagskvöldið 10. janúar kl. 20-21 verður Íris Ólöf Sigurjónsdóttir í listamannsspjalli í Flóru í Hafnarstræti 90 á Akureyri og allir eru velkomnir.

Nú eru einnig síðustu forvöð að sjá sýningu Írisar sem nefnist „Drósir og draumar” í Flóru. Hún sýnir textílverk og skart úr hráefni úr ýmsum áttum sem lifað hefur tímana tvenna og þrenna. Gamlir efnisbútar, perlur og prjál  eru efniviður nýrra drauma og drósir koma við sögu.

Íris Ólöf Sigurjónsdóttir er textílhönnuður og textílforvörður að mennt. Menntuð í Osló og London. Hún er safnstjóri  Byggðasafnsins á Dalvík og samfara safnastarfinu vinnur hún að textílhönnun á vinnustofu sinni í Svarfaðardal þar sem hún hefur búið sl. 10 ár. Íris Ólöf hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum s.s hjá Handverki og Hönnun en sýningin í Flóru  er þriðja einkasýning Írisar.

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru mánudaga til föstudaga kl. 11-13 og 16-18 og laugardaga kl. 13-16 og stendur til laugardagsins 13. janúar 2013.
Nánar um sýninguna á http://www.mynd.blog.is/blog/mynd/entry/1269247

Nánari upplýsingar veitir Íris Ólöf í síma 892 1497 og Kristín í síma 661 0168.

Flóra er verslun, vinnustofa og viðburðastaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur félagsfræðings og garðyrkjukonu. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður.


Hvar finnur þú peninga til norrænna samstarfsverkefna?

image_1186005.jpg

Norræna upplýsingaskrifstofan/Nordisk informationkontor

María Jónsdóttir

Netfang/e-post: mariajons@akureyri.is

Kaupvangsstræti 23

600 Akureyri, Island.

Sími/Tel.:  462 7000   Fax: 462 7007.
Netfang/e-post: nordeninfo@akureyri.is

Heimasíða/hjemmeside: http://www.nordeninfo.is

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband