Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Listvísindamiðja barna í Verksmiðjunni á Hjalteyri

kedjuverkun.jpg

Keðjuverkun  - Verksmiðjunni á Hjalteyri

Helgina 9. og 10. júlí stendur Verksmiðjan á Hjalteyri fyrir vísinda/listasmiðju fyrir börn á öllum aldri frá kl. 13 - 17, báða dagana.  Boðið verður upp á verkefni sem byggjast á keðjuverkun. Úr tilfallandi efnivið á staðnum og öðru verða byggðar risastórar brautir fyrir kúlur og bolta sem koma af stað keðjuverkun annarra hluta.  
Markmiðið er að börn og foreldrar læri saman á skemmtilegan hátt um orsök og afleiðingu,  tengsl hraða, halla og stærðar á skemmtilegan og skapandi hátt.  Um hönnun, jafnvægi, fagurfræði og fleira.  Keðjuverkun er viðfangsefni fjölda listamanna. Hjá sumum rekast orð á orð, örðum hlutur á hlut.  Meðal merkra listamanna sem skoðað hafa keðjuverkun í verkum sínum eru þeir Peter Fischli og David Weiss.  Smiðjan er ætluð allri fjölskyldunni,  en börn yngri en átta ára verða að vera í fylgd með fullorðnum.
Smiðjustjóri er Kristín Dýrfjörð lektor við Háskólann á Akureyri og leikskólakennari. Hún hefur unnið með börnum og fullorðnum í vísindasmiðjum í mörg ár og þróað þá hugmyndafræði. Síðasta verkefni hennar snýr að því að vinna með kúlurennibrautir í leikskólanum Aðalþingi í Kópavogi. Tengill námskeiðsins og starfsmaður Verksmiðjunnar á Hjalteyri, er Arna Valsdóttir, myndlistarkona, þær Arna og Kristín hafa unnið lengi saman að vísindasmiðjuverkefnum. Með þeim verður Sandra  Lilja Parvainen sem er í myndlistarnámi í Finnlandi.

Nánari upplýsingar eru hægt að fá hjá Örnu Valsdóttur, í síma 8659755 og hjá Kristínu Dýrfjörð í síma 8974246 og á feisbókarsíðu viðburðarins http://www.facebook.com/event.php?eid=159930537413278

Nánari upplýsingar
Hér má sjá  börn í Aðalþingi gera fyrstu tilraun með útikúlurennibauti   http://www.youtube.com/user/adalthing1
Og hér má sjá fyrstu tilraunir með innibrautir. http://www.youtube.com/user/adalthing1#p/u/7/ohPtt8YLWCs
Á síðu Aðalþings má finna umfjöllun um tengsl lista og leikskólastarfs. http://www.adalthing.is/index.php/stefna/tengsl-lista-og-leiksk-lastarfs/

verksmi_jan.jpg


Lárus H List sýnir í Þekkingasetrinu á Húsavík

_la_769_rus_h_list_vinnustofu.jpg

Sunnudaginn 17. Júlí kl. 14 opnar Lárus H List frá Akureyri
myndlistasýningu sem hann kallar -Sail Húsavík- í Þekkingasetrinu Húsavík.
Listsýningin er hluti af Sail Húsavík Strandmenningarhátíðinni 16.-23. júlí.
Lárus H List hefur haldið fjölda einkasýninga hérlendir og erlendis og í
tilefni sýningarinnar gefur Lárus út eftir sig hljðverk sem hann kallar
Listmálara Sinfóníu, (The Painter´s Symphony). Myndmál í verkunum á
sýningunni er tengt bátum sjónum, en Lárus er áhugamaður um strandmenningu
og sérstaklega báta og á hann ættir sínar að rekja til Húsavíkur en amma
hans Guðný Hjálmarsdóttir sem hann tileinkar sýninguna var fædd og uppalin
á Húsavík. Allir eru hjartanlega velkomnir og er sýningin opin frá 9-18
virka daga og 14-18 um helgar. Sýningunni líkur 24. júlí. Dagskrá
hátíðarinnar er á: http://www.sailhusavik.is/dagskra/
Heimasíða Lárusar er: larushlist.com og á facebook.com


Eva G. Sigurðardóttir sýnir í Deiglunni

187774_244237898925155_1671280_n

Myndlistarsýning - Rauðir gúmmískór og John.
Art exhibition - Red rubber shoes and john.

Sýning Evu G. Sigurðardóttur, Rauðir gúmmískór og John,
opnar laugardaginn 2. júlí. Kl 15:00
í Deiglunni, Listagilinu á Akureyri.

Eva sýnir málverk, teikningar og innsetningu.
Eva útskrifaðist úr Mynd- og Handíðaskóla Íslands 1989, var við nám í École des Beaux Arts de Lyon í Frakklandi 1990-91. Hún lauk kennsluréttindum frá Listaháskóla Íslands 2005.
Eva hefur haldið einka- og samsýningar bæði hér- og erlendis frá árinu 1991.

Á þessari sýningu vinnur Eva með setningu Johns Lennons "all you need is love" og rauða gúmmískó. John Lennon og rauðir gúmmiskór tengjast í raun ekki á neinn hátt en tengjast í vinnuferlinu sjálfu. Eru hluti af ferli þannig að það sem tengist ekki tengist þó.
Verkin eru auk hugmynda eða hugleiðinga einnig sjálfskönnun á eigin vinnuferli, áherslum og leiðum í útfærslu. Hugmyndaleg útfærsla verður ferli þar sem eigin líkami, tilfinning og sál, í verkinu sjálfu umbreyta vinnuferli verksins.
Eva vinnur á margræðan hátt, kannar margbreytileikann, í fortíð, nútíð og framtíð, mannlífið, eigin tilfinningar, raunveruleika, drauma, hugmyndaflug, hugleiðingar og spurningar sem vakna upp.
Hún vinnur bæði hlutbundið og óhlutbundið, notar myndmál jafnt sem bókstafi og orð sem verða hluti myndmálsins sjálfs. Bæði hinn hlutbundni og hinn óhlutbundni veruleiki er kannaður án þess þó að leita lausna eða svara.

Sýningin stendur til 17. júlí.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband