Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

OPIÐ ALLA DAGA YFIR PÁSKANA KL. 12 – 17 NEMA MÁNUDAG Í LISTASAFNINU Á AKUREYRI

kenjottar-bordi.nota

Nú stendur yfir samsýning fimm málara í Listasafninu á Akureyri sem eiga það sameiginlegt
að vinna óhlutbundið, en síðustu árin er engu líkara en að abstrakt-expressjónisminn hafi
gengið í endurnýjun lífdaga á Íslandi. Hér eru á ferðinni athyglisverðar og upprennandi
listakonur, ástríðufullar og flestar lítt þekktar. Laufey Johansen, Maja Siska, Arna Gná
Gunnarsdóttir, Anna Jóelsdóttir og Guðný Kristmannsdóttir. Allar hafa þær náð að skapa
sér sérstakan tjáningarmáta sem einkennist af fítonskrafti, hugmyndaauðgi og smitandi
sköpunargleði og ber vott um þá miklu grósku og óþrjótandi möguleika sem abstraktlistin
býður upp á.
Í tengslum við sýninguna hefur Listasafnið á Akureyri gefið út glæsilega 168 síðna bók
á ísensku og ensku með greinum eftir Hannes Sigurðsson, Bjarna Sigurbjörnsson og
Aðalstein Eyþórsson, ásamt hugleiðingum þátttakenda.
Nánari upplýsingar veitir Hannes í síma 461-2610 / 899-3386. Netfang: hannes@art.is.
Sýningunni lýkur 10. maí.
Listasafnið á Akureyri er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17
Aðgangur ókeypis


Sýningin Förumenn og flakkarar opnar í Leikminjasafninu í Laxdalshúsi

Sýningin Förumenn og flakkarar opnar laugardaginn 11. apríl kl. 14:00 í Laxdalshúsi á Akureyri.

Markmiðið með sýningunni er að varpa nokkru ljósi á förumenn og flakkara.  Betl, förumennska og vergangur var umborið í fyrri tíð, enda höfðu förumenn ákveðið hlutverk í samfélaginu, s.s. að flytja fréttir, segja sögur, kveða og fara með þulur, ásamt smákaupskap og lausavinnu.  Þegar vel áraði var umburðarlyndið gagnvart þeim meira og þeir fóru síður svangir frá bæ.  Má segja að þeir hafi fengið sögulaun og oft voru þetta viðburðir í sveitum þegar förumenn komu á bæi.  Úr slíku dró í slæmu árferði, þá gekk nánasta heimilisfólkið fyrir og þeir lægra settu liðu skort.

Veitingar verða í boði.

Laxdalshús verður opið alla páskahelgina milli 14:00-17:00.

Höfundar að sýningunni eru Þórarinn Blöndal myndlistarmaður og Sigurgeir Guðjónsson sagnfræðingur.

Sýningin er styrkt af Eyþing.

Meðfylgjandi mynd er í eigu Minjasafnsins á Akureyri.


Leikminjasafnið í Laxdalshúsi.


Jónas Viðar opnar málverkasýningu í Jónas Viðar Gallery

jv_jvs_paskar_09.jpg

Málverkasýning

fimmtudaginn 9. apríl kl 15.00 opnar Jónas Viðar málverkasýningu í
Jónas Viðar Gallery í listagilinu á Akureyri.....

Þér og þínum er boðið

______________________________________________

Jónas Viðar
sími: 8665021
Heimasíða: http://www.jvs.is
Jónas Viðar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm


Anna Richards með gjörning í Ketilhúsinu og sýningaropnun GalleríBOXi

AnnaRichards4


Konfekt fyrir augu og eyru í Ketilhúsinu á Akureyri laugardaginn 11. apríl kl. 15:00

Anna Richards bæjarlistakona heldur veislu!

Anna Richards flytur í veislunni gjörning í sjö köflum.  Um er að ræða djarfa tilraunastarfsemi þar sem ýmsar listgreinar mætast.  Gjörningurinn er hluti af leið Önnu að sólósýningu sem er í vinnslu.
Tónlistina fremja Margot Kiis, Stefán Ingólfsson, Kristján Edelstein, Helgi Þórsson og Wolfgang Frosti Sahr.Þau verða einnig á tilraunaskónum og spinna í samvinnu við dans og myndlist.  Verkið er myndkonfekt  þar sem Brynhildur Kristinsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir eru tilraunakokkarnir í samvinnu við Önnu.

Aðgangseyrir á sýninguna eru 1000 krónur.  Ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára.

Strax að loknum gjörningi eða klukkan 16 opnar sýning með verkum Önnu í GalleríBOXi. Þar verða veitingar og fjör.

Verið öll velkomin.

Nánari upplýsingar um veisluna í Ketilhúsinu og sýninguna í GalleríBOXi gefur Anna í síma 863 1696.


Jón Laxdal Halldórsson opnar skúlptúrsýninguna "Kjallarakvæði" í Gallerí +

1jonlaxdal.jpg2jonlaxdal.jpg

Á skírdag, 9. apríl kl. 15.00 opnar Jón Laxdal Halldórsson skúlptúrsýninguna "Kjallarakvæði" í Gallerí + Brekkugötu 35, Akureyri.

Sýningin er opin föstudaginn langa, kl. 14.00-17.00
laugardag og sunnudag (Páskadag) kl. 14.00-17.00
og helgina 18. og 19. apríl kl. 14.00-17.00
Aðra tíma eftir samkomulagi við galleríhaldarana í síma 462 7818.

Sjá nánar um list Jóns Laxdal á heimasíðunni  http://www.freyjulundur.is


Sýningin "Einu sinni er" opnuð í Safnasafninu á Svalbarðsströnd

image001_896

Verið velkomin á sýningu Handverks og hönnunar

"Einu sinni er"

sem opnuð verður í Safnasafninu á Svalbarðsströnd laugardaginn 4. apríl kl. 15.
Sýnendur eru:
Anna Guðmundsdóttir, Tinna Gunnarsdóttir, George Hollanders, Guðrún Á.
Steingrímsdóttir, Guðbjörg Káradóttir, Frosti Gnarr, Guðný Hafsteinsdóttir,
Karen Ósk Sigurðardóttir, Inga Rúnarsdóttir Bachmann, Stefán Svan
Aðalheiðarson, Lára Gunnarsdóttir, Sigríður Erla Guðmundsdóttir, Lára
Vilbergsdóttir, Fjölnir Björn Hlynsson, Ólöf Einarsdóttir, Sigrún Ólöf
Einarsdóttir, Páll Garðarsson, Margrét Jónsdóttir, Ragnheiður Ingunn
Ágústsdóttir, Birna Júlíusdóttir, Sigríður Ásta Árnadóttir, Kristín
Sigfríður Garðarsdóttir, Þorbergur Halldórsson og Ari Svavarsson.

Sýningin stendur til 13. apríl. Opið alla daga kl. 13 til 17. Aðgangur
ókeypis.


Dagrún Matthíasdóttir og Sigurlín M. Grétarsdóttir (Lína) opna myndlistasýningu í Startart

blod.jpg

Dalíurnar Dagrún Matthíasdóttir og Sigurlín M. Grétarsdóttir (Lína) opna
myndlistasýningu í Startart laugarvegi 12b í Reykjavík, laugardaginn 4.
apríl kl. 15.

Sýning Dagrúnar ber titilinn Matarlist, sem eru olíumálverk á striga og
mdf plötur:
,,Ég hef yndi af því að elda og er alltaf mál að mála. Að vinna með mat í
myndlist hefur verið mér hugleikið undanfarið og er ég hér að mála þann
mat sem hefur dúkkað upp á borð hjá mér. Í raun er tíðarandinn svolítið
back to the basic eða sá að hefðbundinn íslenskur matur er mun oftar í
matinn og ratar þess vegna í málverkin mín".

start_002.jpg

Sýning Sigurlínar - Línu ber titilinn Tilbrigði. Lína notar blandaða tækni
í verkunum, aðferð sem hún hefur verið að þróa í rúm 2 ár. Í verkunum á
sýningunni í Startart notar hún acryl, lakk, pappír, hrosshár og fleira.

Þær stöllur ganga oft undir nafninu Dalíurnar sem kemur til vegna þess að
saman stofnuðu þær og reka DaLí Gallery á Akureyri. Dagrún og Lína eru
útskrifaðar frá Myndlistaskólanum á Akureyri og í dag eru báðar í námi við
Háskólann á Akureyri í kennslufræðum til kennsluréttinda. Einnig er Dagrún
í Nútímafræði við sama skóla.

Sýningarnar í Startart eru til 9. maí og allir velkomnir. http://startart.is

DaLíurnar - Dagrún og Lína eru í samsýningarhópnum Grálist og félagar í
Myndlistafélaginu.
www.gralist.wordpress.com
www.dagrunmatt.blogspot.com
Dagrún s. 8957173
Lína s.8697872


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband