Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Kristin Demchuk, gestalistamaður Gilfélagsins í mars

glow_still.jpg

Kristin Demchuk er gestalistamaður Gilfélagsins í mars. Kristin býr og starfar í Kanada og hefur lært bæði við háskólan í Calgary (BFA), Kanada, og háskólan í Guelph (MFA), Kanada.

Í verkum mínum leita ég eftir því að íhuga hringrásina á milli líkamans og vélar, á milli áþreifanlegra og eiginlegra sjónarmiða efnisins.
í gegnum aðferðafræðilegan feril, kanna rannsóknir mínar hvernig aðferðir og tækni upplýsa hvort annað, í gegnum bæði vana líkamans og vitrænt atferli. Með því að samtvinna tækni og aðferðir hef ég áhuga á að skapa afsprengi af stafrænu handverki sem innilmar hringrás af flutningi frá flaumrænni yfir í stafræna tækni sem skilur eftir ummerki eftir einstaklingin. Nýlegar rannsóknir mínar hafa leitt af sér verk sem kanna sögu textíls og sambands þeirra við stafræna miðla. Með því að rannsaka aðferðir þessara tveggja tækna, sambands endurtekinna athafna kóðunnar og tvíundar náttúru vefnaðar og prjóns hefur fætt af sér nýtt mynstur innan listsköpunar minnar.
- Kristin Demchuk


Kristin Demchuk is the guestartist of the Gil Society in March. Kristin lives and works in Kanada and has studed in the University of Guelph (MFA) and the University of Calgary (BFA).

My practice seeks a contemplation of the circuitry between the body and the machine, between the physical and virtual aspects of materials. Through a process-based practice, my research investigates how techniques and technologies inform one another, through both the habits of the body and through cognitive processing. By combining technologies and processes, I am interested in producing a form of digital craft-making that incorporates the circuitry of the transfer from analogue to digital technology while leaving the mark of the individual. My more recent research has lead to a body of work investigating the history of textiles and their relationship to digital media. Through investigating the techniques of these two technologies, the relationship between repetitive acts of coding and the binary nature of weaving and knitting has led to new patterns of emergence within my art practice.
- Kristin Demchuk


“EKKI ÁN” Yst í Ketilhúsinu 14. – 30. mars 2009



Verkin eru unnin undangengin fimm ár og tengjast öll vatni á einn eða annan hátt og tjá um leið ákveðna tilfinningu, sem stundum er tæpt á í titlinum. Um getur verið að ræða persónulega sammannlega tilfinningu svo sem umhyggju - yfir í hreina speglun á samfélagslegri skoðun t.d. kaldhæðni og litrófið allt þar á milli. Verkin eru misstór gólf-, vegg-, og loft-verk ásamt einu hljóð-verki.

Þetta er 11. einkasýning Ystar, sem er sálfræðingur og fagurlista-verka-kona og lauk 2ja ára MFA námi sínu frá Newcastle University á Bretlandi  í september síðastliðnum. Hún verður til staðar á sýningunni á opnunardaginn og miðvikudaginn 18. mars. 

“EKKI ÁN”
Yst
í Ketilhúsinu á Akureyri
14. – 30. mars 2009

yst.is

 


"Lífs míns pólitík"

Næstkomandi sunnudag á baráttudegi kvenna, þann 8. mars kl. 15:00 í Laxdalshúsi á Akureyri.

Þórarinn Hjartarson syngur eigin texta, pólitíska söngva frá fjórum áratugum.

Kaffi og meðlæti í boði.

Húsið opnar 14:00.


mbl.is Leggur til breytingar á listamannalaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýningu 55 myndlistarmanna lýkur í GalleríBOXi sunnudaginn 8. mars 2009

galleribox_805338.jpg


Kappar og ofurhetjur

07.02.09 - 08.03.09

GalleríBOX // Kaupvangsstræti 10 // IS 600 Akureyri // galleribox.blogspot.com 

Sunnudaginn 8. Mars lýkur sýningunni “Kappar og ofurhetjur” í GalleríBOXi í Listagilinu á Akureyri. Þetta er fyrsta sýningin sem Myndlistarfélagið skipuleggur í GalleríBOXi sem nú er í umsjá félagsins eftir nokkrar endurbætur og stækkun. Tilgangur með félagasýningu að þessu sinni liggur fyrst og fremst í því að vera nokkurs konar mót, þar sem hverjum og einum listamanni gefst tækifæri til þess að koma á framfæri sýnishorni úr sinni smiðju og gefur gestum einnig fjölbreytt sýnishorn af því sem myndlistarmenn eru að fást við. Sýningin er opinn alla laugardaga og sunnudaga milli kl. 14:00 og 17:00.

Eftirtaldir listamenn eiga verk á sýningunni:
Aðalbjörg Kristjánsdóttir
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
AMÍ
Anna Gunnarsdóttir
Arna Valsdóttir
Arnar Ómarsson
Arnþrúður Dagsdóttir
Björg Eiríksdóttir
Bryndís Kondrup
Dagrún Matthíasdóttir
Erika Lind Isaksen
Eiríkur Arnar Magnússon
Guðbjörg Ringsted
Guðmundur Ármann
Guðný Kristmannsdóttir
Guðný Marinósdóttir
Guðrún Hadda Bjarnadóttir
Guðrún Lóa
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
Guðrún Vaka
Gústav Geir Bollason
Hallgrímur Ingólfsson
Hallmundur Kristinsson
Hanna Hlíf Bjarnadóttir
Helga Sigríður Valdemarsdóttir
Helgi Vilberg
Hertha Richard Úlfarsdóttir
Hjördís Frímann
Hlynur Hallsson
Hólmfríður Bjartmarsdóttir
Hrefna Harðardóttir
Iðunn Ágústsdóttir
Ingunn St. Svavarsdóttir, YST
Jón Laxdal
Jóna Bergdal Jakobsdóttir
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Jónas Viðar
Joris Rademaker
Kjartan Sigtryggsson
Kristján Pétur Sigurðsson
Oddný E. Magnúsdóttir
Ólafur Sveinsson
Ragnheiður Þórsdóttir
Rannveig Helgadóttir
Rósa Kristín Júlíusdóttir
Samúel Jóhannsson
Sigríður Ágústsdóttir
Sigurlín M. Grétarsdóttir
Stefán Boulter
Sveinbjörg Ásgeirsdóttir
Sveinbjörg Hallgrímsdóttir
Tinna Ingvarsdóttir
Þorsteinn Gíslason, Steini
Þórarinn Blöndal

Myndlistarfélagið var stofnað á Akureyri í janúar 2008 og eru félagar um 80. Myndlistarfélagið er aðili að Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM).
Á síðu Myndlistarfélagsins http://mynd.blog.is má sjá yfirlit yfir viðburði og þar eru tenglar á ýmislegt sem við kemur menningu og myndlist.
Á síðu Gallerísins http://galleribox.blogspot.com má sjá myndir frá sýningunni og heilmiklar upplýsingar um GalleríBOX.

Akureyrarstofa og Ásprent eru stuðningsaðilar Myndlistarfélagsins

Nánar upplýsingar veita Þórarinn Blöndal í síma 8996768 og Tinna Ingvarsdóttir í síma 6912705.

 


Inga Björk Harðardóttir opnar sýninguna “Réttir” á Café Karólínu laugardaginn 7. mars

ingabjork_804625.jpg


Inga Björk Harðardóttir opnar sýninguna “Réttir” á Café Karólínu laugardaginn 7. mars 2009 klukkan 15.

Inga Björk segir um sýninguna: “Réttir eru viðfangsefni mitt að þessu sinni. Þær eru fallegar sérstaklega þessar gömlu. Samspil ljóss og skugga gefur mikla möguleika til leikja á striganum og ég kaus að fara mjög frjálslega með þær sem myndefni. Réttir eru líka stór hluti af menningu okkar þær eru fagnaðarfundir dýra og manna. Gömlu réttirnar eru uppfullar af minningum liðinna daga. Sýningin samanstendur af 7 olíumyndum sem eiga það sameiginlegt að túlka réttir en ekki allar á sama hátt eða sama tíma.”
Þetta er þriðja einkasýning Ingu Bjarkar en hún hefur tekið þátt í átta samsýningum. Hún útskrifaðist árið 2008 frá Myndlistaskólanum á Akureyri en áður hafði hún útskrifast sem Gullsmiður og starfað um árabil.
Sýningin á Kaffi Karólínu stendur til 03.04.09. Allir eru velkomnir á opnun.

Nánari upplýsingar veitir Inga Björk í síma 862 1094 og í tölvupósti ingabh(hjá)simnet.is                                                               

Næstu sýningar á Café Karólínu:
04.04.09 - 01.05.09    Helga Sigríður Valdemarsdóttir
02.05.09 - 05.06.09    Hertha Richardt
06.06.09 - 03.07.09    Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09    Lind Völundardóttir
01.08.09 - 04.09.09    Þórgunnur Oddsdóttir
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson

 

Inga Björk Harðardóttir

Réttir

07.03.09 - 03.04.09
 

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband