Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2009

Myndlistasýning í Vinnustofunni í Kaupangi

image_931997.jpg
 
Myndlistasýning mun opna í Vinnustofunni, Kaupangi á Akureyri, laugardaginn 14. nóvember kl. 14.
Ađ sýningunni standa 7 myndlistakonur, allar međ sína vinnuađstöđu á Vinnustofunni.  Ţessar myndlistakonur eru Ásta Bára, Borghildur, Eygló Antons, Gréta Gísla, Gulla, Steinunn Ásta og Telma Brim. Ţćr eru útskrifađar af Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri fyrir utan Borghildi og Grétu Gísla sem eru enn í sínu námi viđ skólann. Sýningin samanstendur af ţeim verkum sem ţćr hafa unniđ síđustu mánuđi en ţađ eru olíumálverk, vaxmyndir og fleiri verk. Ţetta er ţeirra fyrsta samsýning á Vinnustofunni sem opnađi síđastliđiđ vor.
Sýningin mun standa yfir tvćr helgar eđa 14. - 15. og 21. - 22. nóvember.  
Opnunartími sýningarinnar er kl. 14 - 17 ţessa daga.

Sýningin Dísir í DaLí Gallery framlengd

hh_disir09_931978.jpg

Dísir - Sýning Hrefnu Harđardóttur í DaLí Gallery verđur framlengd til 15. nóvember. Hrefna tekur á móti gestum í DaLí Gallery síđasta sýningardaginn.
Allir velkomnir

DaLí Gallery
Brekkugata 9
600 Akureyri
daligallery.blogspot.com

Opiđ laugardaga og sunnudaga kl. 14-17


Sjálfsmyndir, sýningar á fjórum stöđum

3balha.jpg4touja.jpg2clgdd.jpg5yaqhj.jpg

 

SJÁLFSMYNDIR

 

Súpan  

 

sýnir afrakstur samstarfs síns viđ unga sem aldna allt frá nyrstu ströndum

til nafla alheimsins ...

á 4x farandsýningum í:

 

 

1. Bragganum í Öxarfirđi,

Frumsýning laugard.14. nóvember kl.13-17

 

2.  SÍM-húsinu Hafnarstrćti 16, Reykjavík, 5.-18. desember

Opnun laugard. 5. desember kl. 16-18

 

3. Kaffistofunni Nemendagallerí Listaháskólans Hverfisgötu 42, Reykjavík 5.-6. des

Opnun laugard. 5. Desember kl.14-16

 

3. Box – inu, Sal myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri 16. janúar –

 6. febrúar 2010

Opnun laugardaginn 16. janúar kl.14  

 

 

Björg Eiríksdóttir  myndlistakona/myndlistakennari VMA

Edda Ţórey Kristfinnsdóttir  myndlistakona Korpúlfsstöđum

Jóna Bergdal Jakobsdóttir  myndlistakona/málari Eskifirđi

Unnur G. Óttarsdóttir  listmeđferđarfrćđingur/myndlistakona

Yst Ingunn St. Svavarsdóttir  sálfrćđingur/fagurlista-verkakona

Ađgangur er ókeypis

EYŢING styrkir verkefniđ

                                                                       RARIK er máttarsólpi EYŢINGS í menningarmálum


Opiđ er fyrir ferđastyrki hjá Norrćnu menningargáttinni til 11.11.2009

image.gif
 
Ferđastyrkir eru ćtlađir til allrar lista- og menningarstarfsemi á Norđurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum: Fagfólks innan allra listgreina, höfunda fagurbókmennta, ţýđenda, sýningarstjóra, framleiđenda, blađamanna sem starfa viđ menningartengt efni, menningarfrćđinga o.s.frv.
-          Fagfólk getur sótt um dvalarstyrk í öđru landi á Norđurlöndunum eđa í Eystrasaltslöndunum
-          Dvalarstyrkur stendur straum af kostnađi fyrir sjö sólarhringa ađ hámarki (fimm virkir dagar + helgi). Forsendur útreiknings miđast annarsvegar viđ dvöl í höfuđborg og hinsvegar viđ dvöl á öđru svćđi
-          Athugiđ ađ umsćkjandi og styrkţegi verđur ađ vera sama manneskjan og ađ styrkir eru einungis veittir einstaklingum, ekki hópum
 
 
http://www.kknord.org/lang-is/menningaraaetlanir/fereastyrkjaaaetlunin/fereastyrkir
 
Nánari upplýsingar og ađstođ veitir:
 
Ţuríđur Helga Kristjánsdóttir
Verkefnastjóri / Prosjektleder / Project Manager
 
Norrćna húsiđ / Nordens hus / Nordic house
Sími / tel: +354 551 7032
thuridur@nordice.is
www.norraenahusid.is
 

Umsókir um ţátttöku í alţjóđlegri tilraunakvikmynda- og vídeóhátíđ á Austurlandi

 alternativeroutes-logo.jpg

700IS Hreindýraland – Alţjóđleg tilraunakvikmynda- og vídeóhátíđ á Austurlandi.

Tekiđ verđur viđ myndum til umsóknar frá 3.nóvember – 1.desember 2009.
Ađ ţessu sinni verđur eingöngu tekiđ viđ myndum gegnum internetiđ.

Viđ vonum ađ ţiđ sýniđ ţessu skilning.

Viđ tökum á móti öllum tilraunakvikmynda- og vídeóverkum sem hafa ekki veriđ sýnd á Austurlandi.

Verk eftir listamenn búsetta í Evrópu eru sjálfkrafa gjaldgeng í keppnina um Alternative Routes verđlaunin.

Alternative Routes er samstarfsverkefni kvikmynda/vídeóhátíđa í Debrecen – Ungverjalandi, Porto – Portúgal, Liverpool & Manchester – Bretlandi og á Egilsstöđum - Íslandi.

Á hverri hátíđ innan A.R. er einn listamađur/verk valinn í hóp sem síđan sýnir verk sín á öllum hátíđunum; í Debrecen í maí 2010, Porto í nóvember 2010, Egilsstöđum í mars 2011 og ađ lokum í Liverpool / Manchester í apríl 2011.

Ţessir listamenn munu ferđast til allra stađanna 2010 og 2011; ferđakostnađur og uppihald verđur greitt, svo og 1000 € peningaverđlaun.

Sýningarskrá verđur gefin út um verkefniđ.

Alternative Routes nýtur fjárstuđnings Evrópusambandsins.

S É R S T A K T Ţ E M A

HLJÓĐ og VÍDEÓ er ţema hátíđarinnar 2010 – en viđ tökum viđ öllum tilraunamyndum.

Vinsamlega athugiđ: Ef mynd eftir ykkur verđur valin til sýningar, munum viđ óska eftir ađ fá sent hágćđaeintak í janúar nćstkomandi.

Ö N N U R V E R Đ L A U N

Mynd hátíđarinnar
(allir listamenn)
(listamađur búsettur í Evrópu er sjálfkrafa í keppninni um Alternative Routes verđlaunin)

Sýning í Sláturhúsinu Egilsstöđum
Verđlaunafé 100.000 kr.
Ferđakostnađur og uppihald greitt.

Íslensk mynd hátíđarinnar
(listamenn búsettir á Íslandi)
(íslenskir listamenn eru sjálfkrafa í keppninni um Alternative Routes verđlaunin)

Sýning í Sláturhúsinu Egilsstöđum
Verđlaunafé 100.000 kr.
Ferđakostnađur og uppihald greitt.

Vinsamlegast fariđ á heimasíđuna okkar til ađ sjá hverjir styrkja 700IS, ţátttakendur fyrri hátíđa og ađrar upplýsingar. 700IS er líka á Facebook – Reindeerland Iceland


Inga Björk sýnir í Jónas Viđar Gallery

inga_bjork.jpg

Laugardaginn 7. nóvember kl. 15:00 opnar Inga Björk málverkasýningu í Jónas Viđar Gallery í listagilinu á Akureyri.

Ţér og ţínum er bođiđ.


Opnar vinnustofur í Litalandshúsinu

n165237193070_1248

Á annarri hćđ í Litalandshúsinu viđ Furuvelli á Akureyri eru tvćr vinnustofur. Í annarri rćđur ríkjum Ađalbjörg Kristjánsdóttir og í hinni Hallmundur Kristinsson. Ţau hafa ákveđiđ ađ bjóđa gestum og gangandi ađ kíkja inn og sjá hvađ ţau eru ađ gera. Ţađ verđur opiđ hús kl. 13-17 laugardaginn 7. nóv. og sunnudaginn 8. nóv.
Ýmislegt í bođi. Veriđ velkomin.


Tómas Bergmann sýnir í Populus Tremula

GRĆNLAND O.FL.
Tómas Bergmann
MYNDLISTARSÝNING
7.-8. nóvember 2009

Laugardaginn 7. nóvember kl. 14:00 mun Tómas Bergmann opna myndlistarsýninguna GRĆNLAND o.fl. í Populus Tremula.

Sýningin verđur einnig opin sunnudaginn 8. nóvember kl. 14:00 - 17:00


Bergţór Morthens opnar sýningu á Café Karólínu

bergthor_930376.jpg

 

Bergţór Morthens

 

Jón um Jón frá Jóni til Jóns

 

07.11.09 - 04.12.09

 

Café Karólína // Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

---

Bergţór Morthens opnar sýninguna “Jón um Jón frá Jóni til Jóns” á Café Karólínu laugardaginn 7. nóvember klukkan 15.

 

Sýningin “Jón um Jón frá Jóni til Jóns” samanstendur af portrett myndum unnum međ blandađri tćkni. Verkin eru byggđ á prófílmyndum ţeirra sem heita Jón Sigurđsson á Facebook og hafa ýmsar skírskotanir til atburđa, persóna eđa ađstćđna úr samtíma okkar. Ţjóđerniskennd, sjálfstćđi og hetjudýrkun.

 

Bergţór Morthens útskrifađist frá Myndlistaskólanum á Akureyri áriđ 2004 og hefur notađ undanfarin ár eftir útskrift til ađ byggja upp myndlistarstefnu sína og hefur veriđ duglegur viđ ađ sýna, bćđi á einka- og samsýningum.

 

Međfylgjandi mynd er af einu verka Bergţórs.

 

Nánari upplýsingar veitir Bergţór í síma 691 6017 eđa tölvupósti: bergthorm(hjá)simnet.is og á http://artnews.org/artist.php?i=4331

 

Nćstu sýningar á Café Karólínu:

05.12.09 - 08.01.10                  Sveinbjörg Ásgeirsdóttir                 

09.01.10 - 05.02.10                  Anna Gunnarsdóttir

06.02.10 - 05.03.10                  Samúel Jóhannsson

06.03.10 - 02.04.10                  Guđbjörg Ringsted                 

03.04.10 - 30.04.10                  Kristján Pétur Sigurđsson

01.05.10 - 04.06.10                  List án landamćra

05.06.10 - 02.07.10                  Hanna Hlíf Bjarnadóttir

 


Safngestaráđ Safnasafnsins á Svalbarđsströnd

SAFNASAFNIĐ - ALŢÝĐULIST ÍSLANDS
 
Safnasafniđ á Svalbarđsströnd hefur stofnađ Safngestaráđ, hiđ fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Ţví er ćtlađ ţađ hlutverk ađ hafa jákvćđ áhrif á starfsemi safnsins, vega ţađ og meta og hugleiđa verkefni sem gćtu orđiđ ţví til framdráttar. Í ráđinu sitja:  Hlynur Hallsson, myndlistarmađur og formađur Sambands íslenskra myndlistarmanna, og Sigríđur Ágústsdóttir, leirkerasmiđur og leiđsögumađur, Akureyri; Bryndís Símonardóttir, fjölskylduráđgjafi, Háuborg í Eyjafjarđarsveit; Ingibjörg Svafa Siglaugsdóttir, hjúkrunarfrćđingur og fyrrum safnstjóri í Laufási, Grenivík; Völundur Jónsson, ljósmyndari, Mógili 1, Svalbarđsströnd; Guđfinna Magnúsdóttir, vöruhönnuđur og kennari viđ Listaháskóla Íslands og Huginn Ţór Arason, myndlistarmađur og stjórnarmađur í Nýlistasafninu, Reykjavík.


SAFNGESTARÁĐ
 
Safngestaráđ er skipađ 7 einstaklingum, 5 búsettum á Norđurlandi eystra, 2 á höfuđborgarsvćđinu, sem eru n.k. fulltrúar fyrir gesti eđa markhópa Safnasafnsins; ţeir mega hvorki vera skyldir né tengdir fólki í stjórn ţess. Ráđiđ er myndađ til 3ja ára, og framlengist tíminn um 1 ár í senn. Ţađ starfar sjálfstćtt án afskipta safnstjórnar, en ţróar verkefni sín í samrćmi viđ neđangreint - og stendur til bođa ađstađa til fundarhalda í safninu hvenćr sem er.
 
Safngestaráđ Safnasafnsins er hiđ fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, einstaklingar innan ţess búa yfir mikilli reynslu og menntun sem gerir ţeim kleyft ađ sinna starfi sínu af faglegri hćfni
Ekki er leitađ fyrirmynda erlendis um safngestaráđ (Visitor Panel) ţví verksviđ ţeirra er of ţröngt; í söfnunum eru sérfrćđingar á flestum sviđum, sýningar gagnrýndar í fjölmiđlum, og ţví ekki mikil ţörf á utanađ komandi ađstođ.
 
Safngestaráđ gegnir ábyrgđar- og virđingarstöđu og mun međ starfi sínu, ađ öllum líkindum, hvetja til stofnunar nýrra ráđa, og vekja athygli einstaklinga og fyrirtćkja á Safnasafninu, og öđrum söfnum og menningarstofnunum ţjóđarinnar um leiđ. Safngestaráđ getur ţví mótađ viđhorf almennings til safna í framtíđinni.

Safngestaráđi er ćtlađ ţađ hlutverk ađ hafa jákvćđ áhrif á starfsemi safnsins, gagnrýna ţađ og meta; hugleiđa ný verkefni sem ţarfnast hugkvćmni og eftirfylgni; koma međ uppástungur um kaup á kjörgripum sem safnstjóra er ókunnugt um; og jafnvel taka ţátt í umrćđum um starfsstefnu safnsins á komandi árum.

Safngestaráđ fćr vinnumöppu, í henni er: Atriđaorđaskrá(Gátlisti); Flokkun listasafna á Íslandi eins og ţau kynna sig og starfa; Hugmyndasmiđja ćskunnar; Hugmyndir - Frćđsla - Miđlun; Hringferill myndlistar, 16 ţátta greiningarkerfi (útdráttur); Konurnar og safniđ; Lán á safngripum samkvćmt gjafabréfum, varđveislusamningum og Safnalögum; Nýmćli - Frumkvćđi - Jafnrétti; Siđareglur Alţjóđaráđs Safna, ICOM (útdráttur); Sjóđir; Skipulagsskrá; Starfslýsingar; Starfsstefna 2009-2013 (endurskođuđ árlega); Söfnunarstefna; Sýningastefna; Söfn, safnvísar, setur og einstaklingar sem varđveita íslenska alţýđulist; Umsagnir og ummćli
Safngestaráđ fćr fréttir af starfsemi safnsins og getur leitađ eftir nánari upplýsingum á skrifstofu ţess.

Safngestaráđ metur m.a. ađgengi inni og úti, ţarfir og ađstöđu fatlađra, merkingar, fylgitexta, orđanotkun, ţýđingar, sýningar og sýningaskrár, leiđsögn og skemmtun, bókastofu, sýnileg skólaverkefni, vörulínur, veitingar og verđlag, samspil á milli sýninga og hćđa, áherslur, flćđi, liti og sjónlínur (sjá nánar í Atriđaorđaskrá/Gátlista).

Safngestaráđ getur, ef ţađ vill, skilgreint markhópa safnsins og aldurssamsetningu og kannađ hvernig hćgt sé ađ ná til fleiri einstaklinga og hópa, innlendra sem erlendra. Í ţví samhengi hugar ţađ ađ félagslegri, hugmynda- og fagurfrćđilegri stöđu safnsins, og hvernig megi nýta hana til lađa fólk ađ safninu eđa kynna ţađ sem víđast
Ekki er gert ráđ fyrir umrćđum um hjúskap, kynhneigđ, nám, starf, tekjur, trú, fötlun og veikindi (Persónuvernd).

Safngestaráđ kynnir niđurstöđur sínar fyrir safnstjórn, sem semur spurningarlista á grundvelli ţeirra, en ađ auki verđa skráđar hugmyndir gesta um safniđ og viđbrögđ ţeirra viđ ţví sem ţađ býđur upp á. Listarnir verđa látnir liggja frammi í safninu um sumariđ og gestir beđnir um ađ svara ţeim. Mat Safngestaráđs og niđurstöđur kannana verđa strax kynntar á vefsíđu, sendar fjölmiđlum, og birtar í ársskýrslu og sýningaskrá safnsins ári síđar.

Safngestaráđ getur - ađ eigin frumkvćđi - lagt fram hugmyndir um öflun viđurkenninga og styrkja fyrir t.d. erlent samstarf, listaverkakaup, upplýsinga- og tölvumál, leikfanga- og tćkjakaup, viđgerđir og byggingarframkvćmdir.

Safngestaráđ fćr afslátt á vörum í Kaupfélagi Svalbarđseyrar (safnverslun), hátíđarkvöldverđ í safninu og gjafir í ţakklćtisskyni fyrir vel unnin störf. Međlimir ráđsins sem eru búsettir fyrir sunnan njóta uppihalds í Safnasafninu á  međan ţeir starfa nyrđra (Maí/Júní er hentugur tími, ţví ađ ţá er búiđ ađ prufukeyra sýningarnar).

Safngestaráđ endurnýjar sig sjálft, ef einhver innan ţess lćtur af störfum; ţađ getur leitađ ráđa hjá safnstjóra um nýjan einstakling. Ef ráđiđ ákveđur ađ hćtta starfsemi sinni áđur en samningstími rennur út, eđa ef safnstjóri telur ekki ţörf á ţví lengur, ganga öll gögn til stjórnar Safnasafnsins, sem getur myndađ annađ ráđ á ţeim grunni síđar.

Safngestaráđ getur, Safnasafninu ađ meinalausu, og ef áhugi er fyrir ţví, víkkađ starfssviđ sitt og bođiđ öđrum söfnum á Norđurlandi Eystra ţjónustu sína (gegn ţóknun), en ţá verđur líklega ađ breyta samsetningu ţess og ofangreindum ákvćđum verulega til ađ koma til móts viđ ţarfir jafn margra ólíkra stofnana og ţar starfa.


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband