Bloggfćrslur mánađarins, október 2008

Norrrćnir ferđa- og dvalarstyrkir

logo_web Síđasta umferđ Menningargáttarinnar Kulturkontakt Nord er nú opin. Nú er einungis opiđ fyrir ferđa og dvalarstyrki. Allar umsóknir ţurfa ađ berast rafrćnt til Menningargáttarinnar fyrir 5. nóvember 2008. Umsóknareyđublöđ eru inni á: http://applications.kknord.org

Ferđa og dvalarstyrkurinn er ćtlađur fagađilum innan menningar og lista, sem hafa áhuga á ađ ferđast til annarra Norđurlanda vegna rannsókna eđa vinnu. Styrkupphćđin jafnast á viđ uppihald í eina viku ásamt ferđum til og frá Íslandi.

Frekari upplýsingar eru á http://www.kknord.org eđa hjá Ţuríđi Helgu Kristjánsdóttir thuridur@nordice.is

SJÓNLIST 2008 í Listasafninu á Akureyri lýkur um helgina

bordi-animate

Sunnudaginn 19. október lýkur sýningu á verkum ţeirra listamanna sem tilnefndir voru til Íslensku sjónlistaverđlaunanna 2008 í Listasafninu á Akureyri. Ţetta er ţriđja áriđ í röđ sem Sjónlistaorđan var veitt en markmiđiđ međ henni er einkum ţríţćtt: 1) ađ beina sjónum ađ framúrskarandi framlagi íslenskra myndlistarmanna og hönnuđa sem starfa hér heima og erlendis, 2) stuđla ađ aukinni ţekkingu, áhuga og ađgengi almennings ađ sjónlistum og 3) hvetja til faglegrar ţekkingarsköpunar og bćttra starfsmöguleika sjónlistafólks á Íslandi. ??

Sex listamenn voru tilnefndir til Sjónlistaorđunnar í maí og hlutu tveir ţeirra ríkuleg verđlaun fyrir framlag sitt, annar á sviđi myndlistar og hinn á sviđi hönnunar. Handhafi orđunnar í myndlist 2008 var Steingrímur Eyfjörđ og í hönnun var ţađ Guđbjörg Kristín Ingvarsdóttir. Tvćr milljónir króna komu í hlut hvors listamanns sem hreppti fyrsta sćti í sínum flokki, en ţetta eru hćstu verđlaun sem veitt eru á sviđi myndlistar og hönnunar hér á landi.
Ţeir sem tilnefndir voru í ár eru: Guđbjörg Kristín Ingvarsdóttir fyrir fimm skartgripalínur sem kynntar voru á síđasta ári og bera nöfnin Agla, Brynja, Fold, Salka og Gerđur. Hjalti Geir Kristjánsson fyrir sýninguna Stólar sem sett var upp í Gallerí 101 og bar ţess glögg merki ađ hér var á ferđ tímalaus hönnun og fagmannleg framsetning. Margrét H. Blöndal fyrir sýninguna Ţreifađ á himnunni í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Ragnar Kjartansson fyrir innsetninguna Guđ á samnefndri sýningu í Nýlistasafninu. Sigurđur Eggertsson fyrir ýmis verk sem hann gerđi 2007, ţar á međal merkiđ sem hann hannađi fyrir listahátíđna Sequences, og Steingrímur Eyfjörđ fyrir sýninguna Lóan er komin á Feneyjartvíćringnum 2007.
Sjónlist er samstarfsverkefni Akureyrarbćjar, Menntamálaráđuneytis, Iđnar- og viđskiptaráđuneytis, Sambands íslenskra myndlistarmanna, Hönnunarmiđstöđ Íslands, Sjónvarpsins, Kynningarmiđstöđvar íslenskrar myndlistar, Listaháskóla Íslands, Menningarmiđstöđvar Listagilsins og Listasafnsins á Akureyri, sem átti frumvćđiđ ađ ţví ađ koma verđlaununum á fót. Ađalstyrktarađili sýningarinnar er Landsvirkjun, en ađrir máttarstólpar eru Montana, Glitnir, Flugfélag Íslands, Prentmet, Flugsafn Íslands, Hótel Kea, Karl K. Karlsson, Thyssen-Bornemisza Art Contemporary og Geimstofan.
Sýningunni lýkur 19. október. Nánari upplýsingar veitir forstöđumađur Listasafnsins, Hannes Sigurđsson, í síma 899-3386, netfang: hannes@art.is.


Rannveig Helgadóttir opnar sýningu í Jónas Viđar Gallery

Rannveig Helgadóttir opnar málverkasýninguna "Nýtt upphaf" í Jónas Viđar Gallery
laugardaginn 18.október kl.3 sýningin stendur til 16. nóvember 2008. Allir velkomnir.

http://www.rannveighelgadottir.com

Jónas Viđar
sími: 8665021
Jónas Viđar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm


Ólafur Sveinsson og Trausti Dagsson opna sýningu í DaLí Gallery

farvegir6.jpg Ólafur Sveinsson og Trausti Dagsson opna sýninguna Farvegir laugardaginn 18. október kl. 14-17 í DaLí Gallery á Akureyri.

Leiđ vatns frá upptökum til ósa. Leiđ manns frá legi til moldar.

Allt ferli sýningar sem slíkrar er farvegur. Frá hugmynd til full unninna verka sem kvíslast yfir í ađra farvegi og leiđir til annarra ósa.

Á sýningunni eru stafrćnar ljósmyndir eftir Trausta Dagsson og hliđrćnar blýantsteikningar eftir Ólaf Sveinsson. Verkin eru unnin á síđastliđnum ţrem árum og hafa öll tilvísun í hlutbundna hversdagslega farvegi.

Trausti hefur veriđ áhugaljósmyndari í mörg ár. Hann hefur áđur sýnt myndir á samsýningu í Deiglunni, Akureyri voriđ 2005.

Ólafur hefur haldiđ fjölda sýninga á 25 ára ferli. Hann stundađi nám viđ Myndlistaskólanum á Akureyri og Lathi Polyteknik í Finnlandi.

Ólafur Sveinsson s. 8493166  http://rufalo.is

Trausti Dagsson s. 8498932 http://myrkur.is

Kćr kveđja
Dagrún og Lína í DaLí Gallery
8957173 / 8697872
Brekkugata 9, 600 Akureyri
dagrunm@snerpa.is
http://daligallery.blogspot.com
opiđ fös-lau kl.14-17 í vetur


Fordulópont/Tímamót í Ketilhúsinu á Akureyri

attachment-1.jpg

Fordulópont/Tímamót í Ketilhúsinu á Akureyri
Lárus H List og Páll Szabó.

Laugardagskvöldiđ 18. október kl. 21:00 opnar myndlistamađurinn Lárus H List myndlistasýninguna Fordulópont í Ketilhúsinu Listagilinu á Akureyri.
Málverkin eru unnin undir áhrifum af vinnu Lárusar List međ Sinfóníuhljómsveit Norđurlands.
Og hefur Ungverska tónskáldiđ Páll Szabó sem er hljóđfćraleikari međ S.N. samiđ verkiđ Fordulópont sem er heitiđ á sýningunni eđa tímamót á ÍSL. en ţeir hafa starfađ saman í 10 ár međ S.N.
Spilar Páll á flygil og er tónverkiđ í 9 köflum og er verkiđ samiđ af áhrifum úr jafnmörgum verkum Lárusar List.
Bođiđ verđur uppá léttar veitingar og allir velkomnir.
Sýningin er frá 18. okt. Til 26. okt og opiđ á opnunartíma Ketilhússins.
http://larushlist.com

OPINN FUNDUR UM LIST ÁN LANDAMĆRA 2009 Á AKUREYRI

kristo_lepp_pohja_loki-demon_502224

OPINN FUNDUR UM LIST ÁN LANDAMĆRA 2009
 
Nú er undirbúningur fyrir List án landamćra 2009 hafinn.

Opinn fundur verđur haldinn á Akureyri  miđvikudaginn 15. október kl. 10:30


Stađsetning: 2. hćđ í Ráđhúsinu (Geislagötu 9)

 

- List án landamćra er Listahátíđ sem haldin er einu sinni á ári. Ţar er pláss fyrir allskonar fólk og allskonar atriđi.

- Fundurinn á miđvikudaginn er hugsađur til hugarflugs, umrćđna og skođanaskipta um
hugmyndir fyrir hátíđina 2009 á Akureyri og í nćrsveitum.
 

- Hátíđin 2008 var fjölmenn, bćđi hvađ varđar sýnendur og áhorfendur, í viđhengi  má sjá lýsingu á List án landamćra almennt sem og yfirlit yfir hátíđina 2008. Á heimasíđu okkar www.listanlandamaera.blog.is má sjá dagskrárbćklinga fyrri hátíđa.

- Á fundinum verđur fariđ yfir hvađ hefur veriđ ađ gerast. Hvađ liggur fyrir í vor?
Og síđast en ekki síst: Hvađ vilja ţátttakendur og skipuleggjendur sjá gerast.

 

- Viđ leitum ađ atriđum og ţátttakendum, fötluđum og ófötluđum til samstarfs og ţátttöku í hátíđinni 2009 sem hefst í Ráđhúsi Reykjavíkur miđvikudaginn 22.apríl (síđasta vetrardag) og stendur yfir í tvćr vikur.

 

- Listafólk, ađstandendur listafólks, listnemar, leiđbeinendur, gallerýrekendur, leikhússtjórar, tónleikahaldarar, hugmyndasmiđir, smiđir  og ađrir sem áhuga hafa eru sérstaklega hvattir til ađ mćta.

- Mjög mikilvćgt vćri ađ sjá sem flesta á fundinum. Endilega sendiđ okkur línu á netfangiđ: listanlandamaera@gmail.com, fyrir mánudaginn 13. október og látiđ vita um mćtingu.

Bestu kveđjur og vonir um ađ sjá sem flesta,

Stjórn Listar án landamćra,
Margrét M. Norđdahl, framkvćmdastýra Listar án landamćra

Aileen Svensdóttir, fulltrúi Átaks

Friđrik Sigurđsson, framkvćmdastjóri Ţroskahjálpar

Helga Gísladóttir, deildarstjóri hjá Fjölmennt í Reykjavík

Jenný Magnúsdóttir, deildarstjóri Sérsveitar Hins Hússins
Ása Hildur Guđjónsdóttir, fulltrúi Öryrkjabandalags Íslands
 
 
--
List án landamćra
www.listanlandamaera.blog.is
Sími: 691-8756


Síđustu forvöđ: GRASRÓT 08 lýkur sunnudaginn 11. október

halldor.jpg

GRASRÓT 08

Björk Viggósdóttir
Guđmundur Vignir Karlsson (Kippi Kaninus)
Halldór Ragnarsson
Jeannette Castioni
Jóna Hlíf Halldórsdóttir

20. september - 11. október 2008
Verksmiđjan á Hjalteyri

Sýningin er opin laugardaga og sunnudaga klukkan 14-17.

Verksmiđjan á Hjalteyri í samvinnu viđ Nýlistasafniđ og Sjónlist
Sýningarstjóri: Ţórarinn Blöndal

Norđurorka, SagaCapital og Menningarráđ Eyţings styrkja Grasrót 08 og Verksmiđjuna á Hjalteyri.


Sýningunni GRASRÓT 08 í Verksmiđjunni á Hjalteyri lýkur um nćstu helgi. Sýningin hefur fengiđ mjög góđa dóma og sýningargestir hafa hrifist af verkum hinna ungu myndlistarmanna sem og Verksmiđjunni sjálfri. Listamennirnir fimm Björk Viggósdóttir, Guđmundur Vignir Karlsson (Kippi Kaninus), Halldór Ragnarsson, Jeannette Castioni og Jóna Hlíf Halldórsdóttir gerđu verkin ađ hluta til sérstaklega fyrir ţessa Grasrótarsýningu en byggđu einnig á verkum sem ţau hafa veriđ ađ vinna ađ síđustu árin. Grasrótarsýningar Nýlistasafnsins hafa unniđ sér sess sem sýnishorn af ţví sem ungir og upprennandi myndlistarmenn eru ađ fást viđ en ţetta er fyrsta skipti er sýningin sett upp utan höfuđborgarsvćđisins.

Nánari upplýsingar og myndir á:
Verksmiđjan: http://www.verksmidjan.blogspot.com
Nýlistasafniđ: http://nylo.is/index.php?option=com_content&task=view&Itemid=179&id=517


Nánari upplýsingar veita Ţórarinn Blöndal 899 6768 og Hlynur Hallsson 659 4744


Um verkin og listamennina á GRASRÓT 08:

Björk Viggósdóttir sýnir verkiđ “Fyrir sólsetur / Nákvćm stund”. “Ég vinn međ ljóđrćnar myndir og tákn, ţar sem ég tek raunveruleikann úr samhengi og brýt hann upp í einingar sem ég ađ lokum rađa saman í heildrćna mynd. Ég notast viđ liti og ljós og fć ađ láni hluti úr hversdagsleikanum sem fléttast inn í myndbönd  og hljóđverk til ađ ná fram ţeim hughrifum hverju sinni. Orđ eru oft upphafiđ ađ verkum mínum. Veröld sjónrćnna ljóđa, nákvćm samstilling rýmis, myndbyggingar, litla, tóna og sjónmyndar.”

Björk Viggósdóttir er fćdd á Akureyri 1982. Hún útskrifađist frá Listaháskóla Íslands áriđ 2006. Björk var einn af Dungal verđlaunahöfum 2008. Hún var ein af sex myndlistarmönnum til ađ hljóta dvöl í Millay Colony for the arts í New York 2008 og hún dvaldi í 1. international open art residency í júní 2008 á Grikklandi. Björk gerđi 12 videoverk fyrir leikritiđ „Bakkynjur" í Ţjóđleikhúsinu. Hún hefur gert video fyrir nútíma klassísk tónskáld frá Ítalíu, Íslandi og Bandaríkjunum. Međal nćstu verkefna eru Sequenses í Norrćnahúsinu, Monkey Town - New York, Chelsea Museum Brooklyn og á Listahátíđ 2009 í Reykjavík.
www.bjorkbjork.blogspot.com

Guđmundur Vignir Karlsson (Kippi Kaninus) sýnir verkiđ Seagull sem samanstendur af blikkplötu á álramma, tveimur rafseglum, sterku ljósi og vídeói og snýst um pćlingar um síld, smelti, sjó, gull, silfur, segla og blóđ.

Guđmundur Vignir Karlsson er fćddur 1978 í Reykjavík og er stúdent frá Laugarvatni og klárađi BA í guđfrćđi viđ HÍ, hélt svo utan til Hollands og lauk MA gráđu í Image and Sound frá Konunglega konservatóríinu í Haag.  Hann hefur sýnt verk sín úti í Hollandi og Ítalíu og hér heima. Auk myndlistar  fćst hann viđ tónlist og vinnur ţá gjarnan undir nafninu Kippi Kaninus.  Ţá hefur hann fariđ í tónleikaferđir međ m.a. Mugison, Múm og Kiru Kiru.  Hann er međlimur í tónleikasveit hljómsveitarinnar Steintryggs, ţar sem hann spilar á kjálkahörpu, syngur yfirtónasöng, tölvast og gerir videó.  Hann kemur til međ ađ taka ţátt í Sequences hátíđinni í Reykjavík í október.
www.kippikaninus.com

Halldór Ragnarsson sýnir verkiđ Irdó í Verksmiđjunni á Hjalteyri. Verkiđ samanstendur af teikningum, málverkum og textum Halldórs og er beint framhald af vinnu hans međ orđum, sem hefur skipađ stóran sess í myndlist hans undanfarin tvö ár.

Halldór Ragnarsson er fćddur í Reykjavík 1981 og stundađi hann nám í heimspeki viđ Háskóla Íslands áđur en hann fór í myndlist í Listaháskóla Íslands ţar sem hann útskrifađist voriđ 2007. Hann hefur haldiđ einkasýningar, bćđi hér heima og erlendis, ásamt ţví ađ hafa tekiđ ţátt í nokkrum samsýningum. Halldór var međlimur og einn af stofnendum hljómsveitarinnar Kimono (2001-2007) sem gaf út ţrjár plötur hjá Smekkleysu en í dag er hann međlimur í hljómsveitinni Seabear sem er gefin út af ţýska útgáfufyrirtćkinu MORR music. Hann hefur einnig hannađ plötuumslög fyrir hljómsveitir og listamenn og má ţar nefna Curver, Kimono, Borko og Hudson Wayne. Einnig gaf Halldór út ljóđabókina Öreindir af lúsinni voriđ 2004.
www.hragnarsson.com

Jeannette Castioni sýnir verkiđ „the law of dialectic“ sem er vídeó-hljóđverk í innsetningu sem blandast  umhverfinu, samrćđur á milli einstaklinga sem hittast aldrei í umrćđunni og einmannaleiki sem partur af okkar tilveru. Vídeóiđ er stađsett á ákveđnu svćđi og heyrnatól dreifđ um svćđiđ. Mögulegt er ađ hlusta á umrćđur sem verđa í gangi allan tímann. Á milli heyrnatólanna er einskonar tómarúm, eintal, ţar sem hver rödd fćr aldrei svar og ekki heldur samhljóm.

Jeannette Castioni er fćdd í Verona á Ítalíu 1968. Hún útskrifađist frá LHÍ áriđ 2006 en áđur stundađi hún nám viđ Akademíuna í Bologna og einnig nám í forvörslu í Flórens. Hún stundar nú Ma.Phil. nám í listasögu viđ Háskólann í Verona og er auk ţess stundakennari viđ LHÍ. Frá árinu 1999 hefur Jeannette haldiđ sýningar á Ítalíu og frá 2004 hér á Íslandi, Bandaríkjunum, Ţýskalandi og Rússlandi. Ásamt tímabundnum innsetningum hefur hún unniđ međ ljósmyndarannsóknir og vídeóviđtöl um ástand unglinga í Nuuk, Grćnlandi ţar sem hún dvaldi og hélt vinnustofu. Tćknin sem Jeannette notar er oft blönduđ og innihaldiđ tengist hugsuninni og skilabođunum sem eru gefin í hvert skipti, frá ljósmyndum, innsetningum, lífrćnum efnum og líđandi tíma.
www.hivenet.is/terra/jeannette


Jóna Hlíf Halldórsdóttir sýnir verkiđ ALLS STAĐAR ANNARS STAĐAR. Hvernig stendur á ţví ađ viđ getum hugsađ svona afstrakt um allt sem er annars stađar, en verđum á sama tíma ađ ríghalda í miđjuna? Ađ viđ getum hugsađ um ţađ hvernig allt tengist og tvístrast, orsakast og afleiđist―en ýtum ţví frá okkur um leiđ međ ţví ađ ađgreina miđjuna (sem öllu skiptir) frá „öllu hinu“.


Jóna Hlíf Halldórsdóttir er fćdd 1978 í Reykjavík og býr og starfar á Akureyri. Hún útskrifađist međ Diploma frá Myndlistarskólanum á Akureyri áriđ 2005 og međ Mastersgráđu í myndlist frá Glasgow School of Art áriđ 2007. Jóna Hlíf vinnur međ ýmsa miđla, s.s. vídeó, skúlptúr, bókverk og ljósmyndir. Verk Jónu Hlífar eru persónuleg úrvinnsla hennar á upplifunum úr daglega lífinu, sem hún útfćrir gjarnan í formi myndmáls. Verkin eru gjarnan órćđ og hafa yfir sér hráan blć, sum unnin úr fjöldaframleiddum efnum, önnur handgerđ af listamanninum. Ţađ sem sameinar ţau er tenging viđ mannslíkamann og sálina, sem taliđ er ađ hvíli ţar í einhverju hólfi sem sést ţó ekki á röntgenmynd.
www.jonahlif.com



Verksmiđjan á Hjalteyri
www.verksmidjan.blogspot.com


Ingunn St. Svavarsdóttir Yst opnar sýninguna "Línan - ferđ án fyrirheits" á Café Karólínu

yst_postcard_copy.jpg


Ingunn St. Svavarsdóttir Yst

Línan - ferđ án fyrirheits

04.10.08 - 31.10.08   
 

Café Karólína // Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

Ingunn St. Svavarsdóttir Yst opnar sýninguna "Línan - ferđ án fyrirheits" á Café Karólínu laugardaginn 4. október 2008 klukkan 14.

“Sýningin samanstendur af 19 römmuđum teikningum, sem unnar voru snemma á árunum 2007 og 2008 í New York og Newcastle. Um er ađ rćđa spuna eđa hugarflug, sem á sér stađ í afslöppuđu leiđsluástandi, ţar sem viđkomandi leitast viđ ađ ţvćlast sem minnst fyrir verknađinum.”

Ingunn St. Svavarsdóttir Yst, sálfrćđingur og fagurlista-verka-kona er nýskriđin úr skóla, var ađ ljúka 2ja ára námi sínu í Master of Fine Art frá Newcastle University á Bretlandi nú í september 2008. Hún nam áđur viđ Myndlistaskólann á Akureyri og útskrifađist af Fagurlistabraut 2002.
Yst vinnur ýmist tví- eđa ţrívíđ verk; teikningar, málverk, skúlptúra, lágmyndir og innsetningar. Ţetta er 9. einkasýning Ystar, sem hefur helgađ sig myndlistinni alfariđ í heilan áratug og sýnt bćđi hérlendis og erlendis.

Sýningin stendur til 31. október 2008.

Nánari upplýsingar á www.yst.is og yst(hjá)yst.is og í síma 659 6005

Nćstu sýningar á Café Karólínu:
01.11.08 - 05.12.08    Ţorsteinn Gíslason
06.12.08 - 02.01.09    Jóna Bergdal Jakobsdóttir
03.01.09 - 06.02.09    Herdís Björk Ţórđardóttir
07.03.09 - 03.04.09    Inga Björk Harđardóttir
04.04.09 - 01.05.09    Helga Sigríđur Valdemarsdóttir
02.05.09 - 05.06.09    Hertha Richardt
06.06.09 - 03.07.09    Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09    Lind Völundardóttir


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband