Bergþór Morthens opnar sýningu á Café Karólínu

bergthor_930376.jpg

 

Bergþór Morthens

 

Jón um Jón frá Jóni til Jóns

 

07.11.09 - 04.12.09

 

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

---

Bergþór Morthens opnar sýninguna “Jón um Jón frá Jóni til Jóns” á Café Karólínu laugardaginn 7. nóvember klukkan 15.

 

Sýningin “Jón um Jón frá Jóni til Jóns” samanstendur af portrett myndum unnum með blandaðri tækni. Verkin eru byggð á prófílmyndum þeirra sem heita Jón Sigurðsson á Facebook og hafa ýmsar skírskotanir til atburða, persóna eða aðstæðna úr samtíma okkar. Þjóðerniskennd, sjálfstæði og hetjudýrkun.

 

Bergþór Morthens útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2004 og hefur notað undanfarin ár eftir útskrift til að byggja upp myndlistarstefnu sína og hefur verið duglegur við að sýna, bæði á einka- og samsýningum.

 

Meðfylgjandi mynd er af einu verka Bergþórs.

 

Nánari upplýsingar veitir Bergþór í síma 691 6017 eða tölvupósti: bergthorm(hjá)simnet.is og á http://artnews.org/artist.php?i=4331

 

Næstu sýningar á Café Karólínu:

05.12.09 - 08.01.10                  Sveinbjörg Ásgeirsdóttir                 

09.01.10 - 05.02.10                  Anna Gunnarsdóttir

06.02.10 - 05.03.10                  Samúel Jóhannsson

06.03.10 - 02.04.10                  Guðbjörg Ringsted                 

03.04.10 - 30.04.10                  Kristján Pétur Sigurðsson

01.05.10 - 04.06.10                  List án landamæra

05.06.10 - 02.07.10                  Hanna Hlíf Bjarnadóttir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bergþór er flottur.  Hann er sístarfandi og miðlandi af sköpunargleðinni. Hann er gott dæmi um þau margfeldisáhrif sem af listsköpun hefur á samfélagið í kring. Hér á Siglufirði eru fæstir ósnortnir af því sem hann er að gera, þótt ekki séu allir meðvitaðir um það.  Það sannaðist fyrst ef hann færi. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur...eins og sagt er. Ég vona að við fáum að njóta ljósins frá honum sem legnst og mest í byggðarlaginu.  Ljúflingur mikill og skapari á heimsmælikvarða.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2009 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband