Lista-og fræðimannsíbúðin á Húsabakka í Svarfaðardal er laus

untitled4_218_114

Myndlistarmenn!!
Þurfið þið næði og innblástur fjarri heimsins glaumi?  Lista-og fræðimannsíbúðin á Húsabakka í Svarfaðardal er laus. Á Náttúrusetrinu á Húsabakka er einnig kjörin aðstaða fyrir námskeið, ráðstefnur og vinnubúðir fyrir stærri og smærri hópa í æpandi fegurð íslenskrar náttúru.  

"... og fegurri dal getur naumast á þessu landi. Ber það einkum til að fjöllunum er þar skipað niður af fágætri list, eða því líkt sem snillingar hafi verið þar að verki, og á rennur eftir dalnum, sem fellur með sama listrænum hætti inn í landslagið. En auk þess er þarna  að finna hina dásamlegustu liti, rauða bláa og græna, sem skipta landslaginu mjög skemmtilega á milli sín (…) Það er eins og allt í þessum einkennilega dal hafi verið sett á svið fyrir listmálara og var ég mjög heillaður af öllu sem fyrir öllu, sem fyrir augu bar.”
Þannig fórust meistara Ásgrími Jónssyni orð um Skíðadal í æviminningum sínum.

Nánari upplýsingar á http://www.dalvik.is/natturusetrid
eða í síma 8618884.
Hjörleifur Hjartarson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband