Fersk Finnsk Höggmyndalist í GalleríBOXi

houseplantdouble

Container ­ Fersk Finnsk Höggmyndalist
29.8.-20.9.2009
Kalle Mustonen, Atte Uotila, Antti-Ville Reinikainen og Petri Eskelinen
GalleriBox, Akureyri

Laugardaginn 29. Ágúst kl. 15:00 opnar samsýningin CONTAINER í GalleríBOX, Kaupvangsstræti 10, 600 Akureyri.
Hópurinn var mótaður fyrir heppilega tilviljun og er ætlun hans að færa ferskan blæ af finnskri nútímahöggmyndalist til Akureyrar. Það sem sameinar þessa fjóra einstaklinga er forvitnilegt og rannsakandi viðhorf gagnvart efnisviðnum. Höggmyndalist er mjög breitt hugtak er nota má yfir mismunandi tilraunir. Antti-Ville Reinikainen og Atte Uotila nota félagsfræðilega nálgun, á meðan Kalle Mustonen og Petri Eskelinen rannsaka tæknilegan og eðlisfræðilegan efnisvið.
Vísindaleg nálgum við myndlistina þurrkar í burt gagnslausar reglur sem eru einum of algengar í heimi fagurlistar. Niðurstöðurnar af þessum annað hvort tæknilegu eða félagsfræðilegu leikjum er mannleg yfirlýsing um frjálsan einstakling. Skilaboðin eru ekki prentuð á tilbúin verk, heldur byggjast þau upp í samhengi við lífstíl myndhöggvarans.

Þrír af Container hópnum byggja sýninguna á föstudegi og laugardegi.  Áhorfendum er frjálst að skoða verkin frá viðarkössum til rýmisins í galleriBOX.

Myndlistarmenn eru
Petri Eskelinen www.petrieskelinen.com
Kalle Mustonen mustone.blogspot.com
Antti-Ville Reinikainen www.avreinikainen.net
Atte Uotila www.atteuotila.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband