Tónlistargjörningur í Verksmiðjunni á Hjalteyri

Tónlistargjörningur verður framinn í Verksmiðjunni á Hjalteyri á föstudagskvöld, 21. ágúst, kl. 21.00. Meiningin er að breyta gömlu síldarverksmiðjunni í hljóðfæri og nota til þess raddir söngfólksins í kammerkórnum Hymnodiu, ýmiss konar slagverk Hjörleifs Arnar Jónssonar, gamalt orgel harmóníum í eigu Eyþórs Inga Jónssonar og fiðlu Láru Sóleyjar Jóhannsdóttur. Flutt verða sígild og alþekkt lög en sannarlega í óvenjulegum og nýstárlegum búningi. Fólki er bent á að koma hlýlega klætt því svalt er í verksmiðjunni. Þó gæti hitnað í kolunum þegar fjörið færist í leikinn ...

Upplýsingar veita:
Eyþór Ingi Jónsson 663-1842
Hjörleifur Örn Jónsson 697-5845
Lára Sóley Jóhannsdóttir 867-0749


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband