Kórsöngur vélanna / húsameistari - könguló opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri

Verksmiðjan á Hjalteyri

Kórsöngur vélanna / húsameistari – könguló
Pétur Örn Friðriksson
Ilmur María Stefánsdóttir
27. júní - 19. júlí 2009
Opnun laugardaginn 27. júní kl. 15 - 17
Opið um helgar frá kl. 14 - 17
verksmidjan.blogspot.com


Kórsöngur vélanna / húsameistari - könguló

Á næstunni, munu árvökulir vegfarendur á Hjalteyri geta að nýju heyrt glaðlegan vélargný úr Verksmiðjunni. Hann stafar frá heimilistækjum, steypuhrærivél og óvenjulegum rennibekk. Þau hafa þar afsannað einhliða notagildi sitt og í fagurfræðilegum tilgangi, raskað og sett sig úr samhengi hlutanna með nýjum og óvæntum verkefnum.
   
Hljóðlátari er köngulóin sem að með aðstoð trésmiðs hefur spunnið sér íverustaði út um allt og inn í skúmaskotin.

Listamennirnir Pétur Örn Friðriksson og Ilmur María Stefánsdóttir eiga það helst sammerkt að fást við gagnslausar tilraunir á mörkum þess nytsamlega og tæknilega. Niðurstaðan  birtist oftar en ekki í mjög fullkomnum hlutum.

Við fyrstu sín mætti ætla að sum verka Péturs Arnar gætu átt uppruna sinn að rekja til einhverrar rannsóknarstofu eða séu, stundum, jafnvel nokkurs konar „alþýðleg vísindi“, þegar hann í raun og veru er að skapa líkön sem birta öðru fremur hugmyndir um eðli og eiginleika listaverka
Ilmur María beinir athugunum sínum að gagnverkandi tengslum fólksins og hlutanna. Hún þróar tilbúin, hversdagsleg tæki í eitthvað óvenjulegt, breytir hlutverki þeirra og bætir gagnsemd.
Sýningin opnar laugardaginn 27. júní kl. 15:00 og lýkur 19. júlí. Hún er opin um helgar frá kl.14:00 til 17:00.

Húni II siglir kl. 13:00 frá Torfunefsbryggju á Akureyri á opnun í Verksmiðjunni á Hjalteyri, laugardaginn 27 júní.


Menningarráð Eyþings, Norðurorka og Ásprent styrkja Verksmiðjuna á Hjalteyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband