Listasumar hefst í dag

forsida.jpg

Setning Listasumars í Ketilhúsinu, föstudaginn 19. júní kl. 17. Hermann Jón
Tómasson bæjarstjóri setur Listasumar. Sendiherra Noregs Margit Fredrikke
Tveiten opnar sýningu á verkum norsk/íslenska málarans Kaare Espolin Johnson
og sýningu Héraðsskjalasafnsins á íslenskum ættartengslum Espolin.
Í Deiglunni kl. 18 opnar japanska listakonan Miyuki Tsushima sýningu á
innsetningu og teikningum. Samtímis opnar á Ráðhústorgi, ljósmyndasýning
Hermanns Arasonar, Gamla Akureyri frá sjöunda áratugnum í samvinnu við
Minjasafnið á Akureyri.

Föstudaginn 19. júní kl. 17:00. Festaklettur-listhús: Opnun á sýningu Óla G.
Jóhannssonar ,,Chessboard of my life".
Föstudaginn 19. júní kl. 18:00. Opnar Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýninguna
Portrett í Populus Tremula.
Föstudaginn 19. júní kl. 19:19. Svalbarðsströnd, Haughúsið: Listsalurinn
Haughúsið formlega vígður með opnun á sýningu Guðrúnar Steingrímsdóttur
,,Margt býr í kýrhausnum".
Grímsey 19.-20. júní: Sólstöðuhátíð: Tónleikar, hagyrðingar, bjargsig og
siglingar.

Laugardaginn 20. júní kl. 13, verður sigling með Húna II á opnun á völdum
verkum Espolin Johnson í Hákarlasafninu í Hrísey. Á leiðinni mun Gisle
Espolin Johnson kynna verk föður síns, hraustlegir sjómenn  segja sögur,
harmonikkuleikur, söngur, kaffi og með því. Sigling með Húna II til baka frá
Hrísey kl. 17.
Á leiðinni verður sagt frá ýmsu fróðlegu sem fyrir augu ber í Eyjafirðinum
og í boði verður fiskisúpa og öl að hætti heimamanna. Skráning í ferðina hjá
mariajons@akureyri.is

Hin árlega flughelgi verður haldin á Akureyrarflugvelli við Flugsafn Íslands
20. - 21. júní. Fjölbreytt dagskrá. Sjá nánar á www.flugsafn.is
Laugardaginn 20. júní kl. 21:00. Hjalteyri, Verksmiðjan: Ljóðadagskrá og rokk í
umsjón Einars Más Guðmundssonar.
 Laugardaginn 20. júní kl 15:00 Leikminjasafnið í Laxdalshúsi: Opnun á
sýningu Hallmundar Kristinssonar leikmyndahöfundar og myndlistarmanns.

Sunnudagur 21. júní. "Freyjumyndir". Opnun á myndverkum til heiðurs hinni
fornu gyðju Freyju. Samsýning eyfirskra listamanna á ýmsum stöðum á Akureyri
og nágrenni. Nánari upplýsingar á www.freyjumyndir.blog.is

Sunnudagur 21. júní. Bárðardalur, Kiðagil: Opnun á sýningunum Útilegumenn í
Ódáðahrauni, Ullarverk Friðrikku Sigurgeirsdóttur og ljósmyndasýningunni
Bílferð yfir Sprengisand.
Sunnudagur 21. júní. Ásbyrgi, Gljúfrastofa kl. 23:00: Sumarsólstöðuganga.
Sunnudagur 21. júní. Þistilfjörður: Rauðanesdagurinn: Fjölbreytt
menningardagskrá.

Sjá nánar á www.listagil.akureyri.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband