Sýningin "Viltu leika?" í GalleríBOXi

syning_2009_003.jpg

 

Viltu leika?

GalleríBOX

Kaupvangstræti 10

600 Akureyri

opið 14:00 - 17:00 laugardaga og sunnudaga

Opnar á laugardaginn 16. maí kl.15.00.

Nemendur Oddeyrarskóla og Brekkuskóla ásamt kennurum sínum unnu sérstaklega fyrir þessa sýningu.  Er afrakstur þeirra vinnu til sýnis og er ætlað að vera einskonar leiðarvísir fyrir áframhaldandi vinnu. 
Því þetta er bara byrjunin, þessari sýningu er ætlað að vaxa og breytast.  Öllum er heimilt að koma með verk á sýninguna eða gera verk á staðnum.  Sérlega er horft til þess að fullorðnir og börn vinni saman verk og skilji þau eftir.  Einnig heimilt að vinna áfram þau verk sem eru á staðnum og halda áfram með þau.  Þetta er lifandi sýning og hún gæti þróast í hvaða þá átt sem henni þóknaðist.  En mikilvægast er, að myndlistin er sá samræðugrundvöllur sem allir mætast á.

Umsjónarmenn sýningarinnar eru; Brynhildur Kristinsdóttir, Joris Rademaker og Þórarinn Blöndal.

Sýningin stendur til 7. júní.

myndlist_2009.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband