Sjónauki, tímarit um myndlist, 3. tölublað komið út

447430138_bd7e848adf

Út er komið þriðja tölublað Sjónauka tímarits um myndlist. Tölublaðið ber titillinn Gildi / Value og hefur að geyma greinar, viðtöl og verk listamanna á íslensku og ensku. Listamaður blaðsins að þessu sinni er Ásmundur Ásmundsson og fylgir verk eftir hann með blaðinu; Mega Mix – The Soundtrack of Our Lives, þar sem Ásmundur syngur af innlifun. Þeir Markús Þór Andrésson og Valur Brynjar Antonsson skrifa ítarlega texta um verk Ásmundar.
 
Meðal annars efnis er texti Walter Benjamin Kapítalismi sem trúarbrögð frá árinu 1921 í  þýðingu Benedikts Hjartarsonar og Gauti Sigþórsson skrifar um reynslulist og miðlun hrifa í samtímanum. Viðtöl eru m.a. við Níels Hafstein í Safnasafninu á Svalbarðsströnd sem segir frá starfi sínu og kenningum og við Mariu Lind sýningarstjóra í New York.
 
Að þessu sinni er tímaritið prentað í svart hvítu.
Útgefandi er Friðrika
 
Upplýsingar gefa:
Karlotta Blöndal s. 8465042
Anna Júlía s. 6914139


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband