Alexander Steig opnar sýningu í galleríBOXi á Akureyri, laugardaginn 26. júlí 2008 klukkan 16

polaris.gif

 

Alexander Steig
POLARIS
26.07. - 17.08. 2008

Laugardaginn 26. júlí 2008 klukkan 16:00 opnar Alexander Steig sýninguna POLARIS í galleríBOXi, Kaupvangstræti 10 á Akureyri.

Alexander Steig er fæddur 1968 Hannover, Þýskalandi en býr og starfar í München. Hann sýnir þrjú vídeóverk í galleríBOXi sem nú hefur verið stækkað til muna. Myndlistarfélagið hefur tekið við rekstri á galleríBOXi en sýningardagskrá sem búið að var að skipuleggja út árið 2008 verður fylgt eftir.

Nánari upplýsingar um Alexander Steig er að finna á http://www.alexandersteig.de

Meðfylgandi mynd er úr einu verkanna.

Nánari upplýsingar er einnig að finna á http://www.galleribox.blogspot.com

galleríBOX er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17.
Sýningin stendur til sunnudagsins 17. ágúst 2008.


--
galleríBOX
Kaupvangstræti 10
600 Akureyri
www.galleribox.blogspot.com
Jóna Hlíf sími: 6630545

Myndlistarfélagið
http://mynd.blog.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Í tilefni þess að Myndlistarfélagið hefur tekið við rekstri Gallery Box varð til eftirfarandi vísa:

Dagsins skímu lítur loks
listin eina og sanna
þegar nýtt og betra Box
bætir stöðu manna.

Hallmundur Kristinsson, 27.7.2008 kl. 13:13

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir þessa ljómandi vísu Hallmundur.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 2.8.2008 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband