Anna Gunnarsdóttir sýnir Á skörinni hjá HANDVERKI OG HÖNNUN


„Huldartýrur” - Ljós úr þæfðri ull
Anna Gunnarsdóttir sýnir Á skörinni hjá HANDVERKI OG HÖNNUN

17. júlí til 5. ágúst 2008


Ný sýning var opnuð í  Aðalstræti 10, þann 17. júlí.
Að þessu sinni er það bæjarlistamaður Akureyrar 2008 til 2009, Anna Gunnarsdóttir, sem sýnir Á skörinni og kallast sýningin „Huldartýrur”.
 
Anna mun sýna ljós úr þæfðri íslenskri ull. "Þessi ljós eru annars vegar álfahattar sem ég kalla svo og þetta eru líka snjóboltar og kuðungar. Ég set íslensku ullina í öðruvísi form og hlutverk."
 
Grunnurinn í ljósum Önnu er hvít ull sem hún hefur meðal annars skreytt með hinu sígilda lopapeysumynstri eða saumað út í með ýmsum litum.
 
Sýningin stendur til 5. ágúst og er opin sem hér segir:
Virka daga frá kl. 9.00 - 18.00 og fimmtudaga til kl. 22.00
Laugardaga og sunnudaga frá kl. 12.00 – 17.00.

 
HANDVERK OG HÖNNUN
Aðalstræti 10
101 Reykjavík
www.handverkoghonnun.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband