Staðfugl - Farfugl: opnar í Eyjarfjarðarsveit á laugardag

Víðavangssýningin „Staðfugl – Farfugl“  verður opnuð við hátíðlega athöfn þann 31. maí  kl. 14:00 við Hrafnagilsskóla.
Á sýningunni verða um 40 verk eftir innlenda og erlenda listamenn og eru verkin staðsett víðsvegar við Eyjafjarðarbraut eystri og vestri. Sýningin stendur til 15. september 2008 og er gert ráð fyrir því að á sýningartímabilinu verði fjölbreytt dagskrá með opnun nýrra verka eftir framandi fugla, námskeiðahald, gjörningar og aðrir viðburðir sem verða auglýstir sérstaklega.

Dagskrá 31. maí
Ávarp  krúnk krúnk 
Anna Richards,   furðufugl
Kvæðamannafélagið Gefjun    bí bí bí
200 friðardúfum sleppt                                    
Léttar veitingar í boði    gagalagú     

Nánar á www.fugl.blog.is

plakat_532985

Sýningin  „Staðfugl ­ Farfugl” er staðsett úti á víðavangi í Eyjafjarðarsveit og stendur frá 31. maí til 15. september 2008. Hugmyndin að sýningunni er hugleiðing um þær breytingar sem verða meðfram þjóðveginum þegar vorar. Fuglar birtast frá fjarlægum löndum eftir langa vetrardvöl. Bílar þeysa eftir malbikinu til þess eins ­ að því er stundum virðist ­ að bæta upp tímann sem tapast hefur í vetrarfærðinni. Mest ber á tengslum milli farþega og náttúru þegar vorfugl skýst yfir veginn og rétt sleppur undan bílnum...eða ekki.  Í nokkur ár hefur mig langað að vekja athygli á þessum hugleiðingum með því að búa til úrval af fugla-innsetningum sem yrðu staðsettar víðsvegar meðfram veginum í Eyjafjarðarsveit.


Er farfugl ferðamaður, erlent vinnuafl eða innflytjandi? Er heimamaður þá staðfugl? Hvað eru heimalönd, útlönd og landmæri? Ertu næturgali, heiðlóa, monthani, mörgæs eða bara furðufugl? Til  að sýningin gæti orðið að veruleika og um leið til þess að auka fjölbreytni hennar bað ég nokkra vini að taka þátt í henni með mér. Áður en ég vissi af var kominn fjöldi þátttakenda og leitaði þá eftir samstarfi við Steina & Dísu í Gallerí Við8tta601. Þetta egg byrjaði að klekjast út um áramótin 2007 og er nú orðið að fugli sem hefur sig til flugs... Njóttu vel.

George, Steini & Dísa


Sérstakir þakkir:
Hestamannafélagið Funi, Landflutningar, Hulda í Stíl, Kvæðamannafélagið Gefjun, Vegagerðin, Ívar, Viktor & Hugi, Skógrækt Ríkisins, Fallorka, Hrafnagilsskóli, Bjartur Baltazar, Gunna í Smámunasafninu, Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar, Vegagerðin, ábúendur í Hvammi, Torfum, Rifkelsstöðum, Klauf, Sandhólum, Leifsstöðum, Möðruvöllum, Eyrarlandi, Öngulsstöðum og allir hinir sem við gleymdum.

Það eru vinsamleg tilmæli til gesta og gangandi að ganga vel um svæðin, sýna tillitssemi við þau mannvirki sem við höfum til afnota og virða verkin sem eru til sýnis.
Sýningarstjórnin.


Viðburðir:
Sýningar sem opna á næsta leyti eru eftir Gunn Morstoel (Noregur) og Helen
Molin (Svíþjóð).


Þátttakendur:
Aðalsteinn Þórsson
Anna Sigríður Sigurjóns
Arna Vals
Art group Grálist:
Dagrún Matthíasdóttir
Ása Ólafsdóttir
Inga Björk Harðardóttir
Karen Dúa Kristjánsdóttir
Kristín Guðmundsdóttir
Linda Björk Óladóttir
Steinunn Ásta Eiríksdóttir
Steinn Kristjánsson
Lína
Gvaka
Sveinbjörg Ásgeirsdóttir

Áslaug Thorlacius
Beate Stormo
Claudia Losi
Franz P.V. Knudsen
George Hollanders
Guðrún Vaka
Guðrún Hadda Bjarnadóttir
Gunn Morstoel
Helen Molin
Helgi Þórsson
Hlynur Hallsson
Hrafnagilsskóli
Hrefna Harðardóttir
Joris Rademaker
Katja Hennig
Kees Verbeek
Kristján Pétur Sigurðsson
Margret Schopka
Pálína Guðmundsdóttir
Iðavöllur
Krummakot
Roel Knappstein
Lína
Þorsteinn “Steini” Gíslason
Sæunn Þorsteinsdóttir
Kristján Ingimarsson
Anna Richards
Buzby Birchall
Daniele Signaroldi
George Hollanders
Hilma Stefánsdóttir
Jacqueline Fitz Gibbon
Ragnheiður Ólafsdóttir
Tonny Hollanders

Sæunn Þorsteinsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Valdís Viðarsdóttir
Katrín Jónsdóttir
Hrefna Harðardóttir
Guðfinna Nývarðsdóttir
Anna Richards

Sveinbjörg Ásgeirsdottir
Charlotta Þorgils


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ofboðslega hljómar þetta spennandi. Vona að ég geti kíkt eitthvað á þetta.

Ragga (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 13:13

2 Smámynd: Goggi

vertu velkomin, kv George (stubbur@est.is)

Goggi, 8.6.2008 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband