Guðrún Pálína opnar sýninguna Arna-litrík-Arna í galleriBOXi

galleriBOX
Laugardaginn 17. mai 2008
klukkan 13:00
opnar Guðrún Pálína sýninguna Arna litrík Arna


Guðrún Pálína Guðmundsdóttir er fædd og búsett á Akureyri. Hún nam myndlist fyrst í Gautaborg og svo í Enschede og Maastricht í Hollandi. Hún hefur einnig BA og Diplómugráðu í almennum málvísindum og hljóðfræði frá Háskólanum í Gautaborg. Þar nam hún einnig siðfræði, sænsku fyrir útlendinga og skipulagningu og stjórnun menningarviðburða.  Frá Háskólanum á Akureyri hefur hún einnig numið uppeldis- og kennslufræði og hefur því kennsluréttindi.
Pálína rekur listagalleríið Gallerí+, í Brekkugötu 35 ásamt eiginmanni sínum Joris Rademaker. Hún starfar sem kennari.
Þetta er fjórða einkasýningin þar sem Pálína vinnur með stjörnukort ákveðins listamanns á Akureyri, fyrsta sýningin var í Kompunni 2004 og hét ALLA känner ALLA og var út frá stjörnukorti Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur, 2005 á Listasumri á Akureyri var sýningin Anna bara Anna í Ketilhúsinu og var unnin útfrá stjörnukorti Önnu Richards fjöllistakonu, á Listasumri 2006 var sýningin Hlynur sterkur Hlynur á Café Karólínu og núna er það stjörnukort Örnu Valsdóttur sem sýningin Arna litrík Arna byggir á, og er í Boxinu á Akureyri frá 17.maí til 7.júní . Stjörnukort Jónasar Hallgrímssonar þjóðarskálds ( vantaði þó nákvæman fæðingartíma ) var notað síðasta ár á Listasumri á stórri samsýningu í Ketilhúsinu. Um myndlist sína segir Pálína:
Í listsköpun minni hef ég fyrst og fremst unnið með liti og málað. Einnig bregður fyrir texta við og við í verkum mínum. Ég hef alltaf verið upptekin af tungumálinu og að því að skrifa og hef alveg sérstakt dálæti á handskrifuðum texta. Frá árinu 1993 hef ég eingöngu málað andlitsmyndir með áherslu á tjáningu tilfinninga gegnum litaval og pensilskrift en ekki á að gera eftirlíkingu af einhverri vissri manneskju. Stjörnuspeki hefur heillað mig sem ein leið til að skilja tilveruna svipað og málfræði er ein nálgunarleið til skilnings á tungumálinu. Þegar ég reyni að draga upp mynd af einhverjum sérstökum einstaklingi eins og Örnu Vals núna þá passar ágætlega að blanda þessu öllu saman, litunum, myndlistinni, textabrotunum og orðum og stjörnukorti viðkomandi byggt á mínútunni sem fyrsti andardrátturinn átti sér stað.

--
galleriBOX
Kaupvangstræti 10
600 Akureyri
www.galleribox.blogspot.com
Jóna Hlíf Halldórsdóttir 6630545


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband