Konur í ljósmyndasögunni - Fyrirlestur í Ketilhúsinu

08-03-26-anna Konur í ljósmyndasögunni

Anna Fjóla Gísladóttir ljósmyndari, mun flytja fyrirlestur um konur í ljósmyndasögunni í Ketilhúsinu í Listagili á Akureyri föstudaginn 28. mars, kl 14.50.  

Dagskráin er hluti af „Fyrirlestrum á vordögum“, sem eru fjórir fyrirlestrar um efni sem tengjast listum og menningu. Þeir eru skipulagðir af kennurum á listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri í samvinnu við Listasafnið á Akureyri og Menningarmiðstöðina í Grófargili.

Anna Fjóla mun fjalla um og sýna myndir eftir u.þ.b. 10 konur allt frá 1850- 2007, m.a, Julia Margaret Cameron, Lee Miller, Mary Ellen Mark, Sally Man, og fleiri. 

Dagskráin mun standa í um eina klukkustund.
Aðgangur er ókeypis.
Allir velkomnir

Listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, Listasafnið á Akureyri og Menningarmiðstöðina í Grófargili.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband