CIA.IS styrkir vegna stærri verkefna erlendis

logo Kæru myndlistarmenn
 
Við viljum hvetja ykkur til að sækja um styrki vegna stærri verkefna erlendis. 
 
Stærri styrkjunum fyrir verkefni á þessu ári og fyrri hluta ársins 2009 verður úthlutað í einni lotu nú í apríl. Fjárveiting til listamanna verður aukin á árinu og nemur hver styrkur nú 400 þúsund að hámarki.
 
Frestur til að sækja um stærri styrkina er til 18.apríl.
 
Nánari upplýsingar um styrkjakerfið er að finna á vefsíðunni http://cia.is/styrkir/index.htm
 
Styrkir vegna umfangsminni verkefna með skemmri fyrirvara eru veittir reglulega og er tekið við slíkum umsóknum a.m.k. 30 dögum áður en verkefni hefst.
 
Iceland Express styrkir listamenn vegna verkefna erlendis gegnum styrkjakerfi Kynningarmiðstöðvarinnar allan ársins hring.
 
Að þessu sinni veitir Iceland Express listamönnum einnig flugmiða samtals að andvirði 300 þúsund króna til stærri verkefna á áfangastöðum flugfélagsins.
 
Styrkveitingar verða kynntar með viðhöfn í byrjun maí.
 
 

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar
Center for Icelandic Art - CIA.IS
Hafnarstræti 16
101 Reykjavík
tel: +354-562-7262
fax:+354-562-6656
www.cia.is
www.artnews.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband