Páskaævintýri á Akureyri

Visithaus_vetur

Tilkynning frá Akureyrarstofu:

Nú endurtökum við leikinn frá því um síðustu páska með því að kynna úrval hverskonar viðburða og uppákoma undir heitinu Páskaævintýri á Akureyri.  Má sem dæmi nefna tónleika, listviðburði, leiksýningar og íþróttamót.  

Akureyri er mikill páskabær og það vill Akureyrarstofa undirstrika með Páskaævintýrinu sem er samheiti yfir viðburði og uppákomur sem eiga sér stað um páskana.  Markmiðið er að gera Páskaævintýri að árlegum viðburði, þannig að úr verði dagskrá sem geri Akureyringum, sem og gestum bæjarins kleift að nálgast á einum stað upplýsingar um páskana á Akureyri.  

Kaupmenn, listamenn, íþróttafélög, áhugamannasamtök, skólar, söfn, gallerí, veitingahús, fyrirtæki, kórar, kirkju, kvenfélög og allir sem ætla að gæða bæinn lífi og gleði um páskana eru hvattir til að senda upplýsingar á netfangið akureyrarstofa@akureyri.is og er þátttakan er öllum að kostnaðarlausu.

Páskaævintýrið hefst 14. mars og stendur til 24. mars og verður auglýst víða.

Dagskrá Páskaævintýris verður að finna í heild sinni á ferðamannavef Akureyrarbæjar visitakureyri.is  Þeir sem vilja taka þátt eru hvattir til að senda upplýsingar um viðburðinn sem fyrst eða fyrir 4. mars, þar sem fram kemur lýsing á viðburði, stað og stund.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband