Hugleikur Dagsson með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu

large_hugleikur-dagsson

Þriðjudaginn 7. nóvember kl. 17-17.40 heldur Hugleikur Dagsson Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Hugleikir. Á fyrirlestrinum mun hann fjalla um 15 ára feril sinn sem sjálfstætt starfandi höfundur myndasagna, leikrita, sjónvarpsþátta og uppistands. Hugleikur útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2002. Aðgangur er ókeypis.

Þriðjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri. Síðasti fyrirlestur ársins heldur bandaríska myndlistarkonan Jessica Tawczynski, þriðjudaginn 14. nóvember. Fyrirlestraröðin hefst að nýju um miðjan janúar 2018.

listak.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband