Inside Out ljósmyndasýning Steinunnar Matthíasdóttur opnar í Mjólkurbúðinni

15129602_1244496205621272_5338249576954798079_o

Inside Out ljósmyndasýning Steinunnar Matthíasdóttur opnar í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri laugardaginn 26.nóvember kl. 14.

Steinunn Matthíasdóttir opnar ljósmyndasýningu sína Respect elderly sem er liður í Inside Out Project sem gert er út frá New York af franska listamanninum JR í samvinnu við Ted Prize verðlaunin. Inside Out gjörningur Steinunnar var framkvæmdur í Búðardal í sumar þar sem risamyndir af 64 eldri borgurum voru límdar á húsveggi við þjóðveginn og standa enn. Einnig var 14 mynda úrtak sett upp hjá krikjutröppum Akureyrarkirkju sem hluti af listasumri en í annarri útfærslu en tíðkast hjá Inside Out Project. 

Nú eru allar myndirnar mættar í Mjólkurbúðina og sýningin fullkláruð á Akureyri. Steinunn valdi að vinna með eldri borgara og draga athygli að málefnum þeirra, með virðinguna að leiðarljósi. Unnið er með gleðina í verkunum og skilaboð send til vegfarenda þar sem þeir eru hvattir til að finna gleðina, taka sjálfsmyndir með myndunum og deila með heiminum í gegnum samfélagsmiðla. Hvers vegna? Jú, galdurinn felst í því að draga enn frekari athygli að eldri borgurum með hjálp samfélagsmiðla, alveg óháð stað og stund. Þannig hafa skilaboðin verið send út með hjálp þeirra fjölmörgu sem hafa tekið þátt í gjörningnum - og um helgina verða gestir Mjólkurbúðarinnar hvattir til að halda því áfram.

Sýningin er opin:

26. nóvember kl. 14:00-18:00 

27. nóvmeber kl. 13:00-16:00

Allir velkomnir

https://www.facebook.com/steinamattphotography/?fref=ts

Steinunn s.8659959

https://www.facebook.com/groups/289504904444621


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband