Magnús Helgason sýnir á Bókasafni HA

bokasafn-syning123

Málverk og ljósmyndir á Bókasafni HA
Útmáð fortíð því fólk er fífl – Magnús Helgason

Opnun verður þann 10. nóvember 2016 kl. 16:00-18:00 á Bókasafni Háskólans á Akureyri með verk eftir Magnús Helgason, fæddur 1977. Hann lærði myndlist í AKI Hollandi, útskrifaðist 2001. Sýningin varir til 15. desember og allir eru hjartanlega velkomnir.

Eftir útskrift lagði Magnús stund á hreyfimyndagerð og tilraunakvikmyndun ásamt málaralistinni. Undanfarin ár hafa málverkin þó verið helsta viðfangsefnið.

Málverkin eru unnin úr fundnum efniviði sem verður á vegi listamannsins og eru þar af leiðandi nokkurskonar úthugsaðar tilviljanir.
Málverkin sem hér eru sýnd eru allt frá því að vera fimm ára gömul til þess að vera splunkuný. Einnig eru til sýnis hversdagslegar ljósmyndatilraunir, en þetta er fyrsta ljósmyndasýning Magnúsar.

Opnunartími bókasafnsins er mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 8:00 – 16:00 og þriðjudaga og fimmtudaga kl. 8:00 – 18:00. Lokað um helgar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband