REITIR hefja hópfjáröflun

14500441_1127756147316736_4467400869574196336_o

REITIR hefja hópfjáröflun: Safna fyrir útgáfu af bók

Síðan 2012 hafa REITIR árlega boðið um 25 manns alls staðar að úr heiminum, til Siglufjarðar til að taka þátt í tveggja vikna tilraunakenndri smiðju sem fjallar um samstarf, staðarvitund, þverfagleg verkfæri og félagslega þátttöku og virkni í almenningsrýminu. Þátttakendur REITA koma víða að og búa að fjölbreytni starfsreynslu og sérfærni. Þau þróa saman hugmyndir sem eiga uppruna sinn úr nærumhverfinu. Markmið REITA er að vera virkur og áhrifamikill hluti af menningarlandslagi og uppbyggingu Siglufjarðar og skapa traustan grunn að skapandi samstarfi með nýnæmi og gagnrýna hugsun að leiðarljósi.

Fólkið á bakvið REITI eru nú langt komin með bók sem greinir og miðlar hugmyndafræði smiðjunnar á 350 blaðsíðum. Bókin er innihaldsríkur leiðarvísir að menningartengdu frumkvöðlastarfi og innblástur fyrir alla áhugasama lausnamiðað skapandi starf. Þau eru í raun að kryfja verkefnið, sem fyrsta síns eðlis á íslandi og gera öðrum kleift að nýta sér aðferðafræði og hugmyndir sem er beitt.

Þau hófu hópfjáröflun á Karolina fund í gær, en það er mikilvægt fyrir REITIR að nota hópfjármögnunarmiðla frekar en útgáfufyrirtæki, því það sýnir vel hvað ferlið 'frá hugmynd að veruleika' er aðgengilegt öllum; ferli sem er unnið mikið með í smiðjunni.

Bókin er væntanleg síðar á árinu og verður útgáfa og sýning í Listasafninu á Akureyri 17. desember 2016.


Endilega skoðaðu meira um smiðjuna hér: www.reitir.com

og fylgist með gang mála á á facebook.com/reitir og á Karolina Fund (https://www.karolinafund.com/project/view/1527)



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband