Skapandi sumarstörf í Kaktus

13710510_619696264861364_1458626754256845748_o

Á laugardag kl. 14 verður opnuð sýning í Kaktus á teikningum, málverkum og innsetningum sem átta krakkar í Skapandi sumarstörfum á vegum Akureyrarbæjar hafa unnið í sumar.

Undanfarnar fimm vikur hafa ungmenni á vegum Akureyrarbæjar og Ungmennahússins í Rósenborg unnið hörðum höndum í atvinnuátaki sem ber heitið Skapandi sumarstörf. Verkefnið er á dagskrá Listasumars í ár. Í ár hefur áherslan verið lögð á að vinna með eigin hugmyndir og kynnast því hvernig það er að vera skapandi atvinnumaður. Unnið var með hugmyndina um að hver og einn einstaklingur fengi viðeigandi hljómgrunn fyrir sína hugmynd sem yrði síðan kynnt á lokasýningu átaksins. Þátttakendur Skapandi sumarstarfa í ár voru að vinna með málverk, ritstörf, teikningu, vídeó og þýðingar.

Nánar um sýninguna: https://www.facebook.com/events/763493400420276


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband