AÐ LESA BLÓM í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

13662083_1044315792311692_659261204068215187_o

Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir og Rúna Þorkelsdóttir opna sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði
29. júlí kl. 17.00- 19.00.

Sýningin “AÐ LESA BLÓM” samanstendur af tveimur myndröðum sem kallast á í rýminu.
Litir blóma og Sun - Set, eru titlar myndraðanna og hafa listamennirnir eftirfarandi um verkin að segja.

LITIR BLÓMA – Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir
Ég hef verið að vinna með liti úr blómkrónum afskorinna blóma og jurtum úr nánasta umhverfi.
Áhugavert hefur verið að fylgjast með hvernig liturinn breytist frá því að vera fljótandi litarefni þar til hann er þornaður á pappírnum.
Rautt blóm gefur ekki endilega rauðan lit og bláar og fjólubláar jurtir gefa oft græna litatóna.
Útkoman ræðst oft af tilviljunum. Umhverfið þar sem litirnir eru lagaðir hefur áhrif, einnig samsetning vatnsins, ljósið og rakinn meðan liturinn þornar.

SUN – SET – Rúna Þorkelsdóttir
Sólarljósið er eflaust elsti prentmiðill, notaður meðvitað eða ómeðvitandi.
Ljósið lýsir eða dekkir þann flöt sem ekki er hulinn, samanber sólbruni á hörundi eða för á veggfóðri eftir myndir og aðra hluti.
Myndröð sú er hér er sýnd eru sólarþrykk með
Plöntuhlutum úr nánasta umhverfi á pappír.
Þessa aðferð nefni ég Sun-Set en off-set prentun er sú aðferð sem ég nota að jafnaði.

Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir útskrifaðist úr Nýlistadeild, Myndlista- og handíðaskóla Íslands og fór síðan í framhaldsnám við Jan van Eyck Akademie í Hollandi. Hefur fengist við sýningarstjórnun, bókaútgáfu og rekur sýningarrýmið 1.h.v. í Reykjavík. Býr og starfar í Finlandi og á Íslandi.

Rúna Þorkelsdóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Konstfackskolan Stokkhólmi og Gerrit Rietveld Academie Amsterdam. Hefur sýnt á alþjóðlegum vettvangi síðan 1979 og er höfundur nokkurra bókaverka. Einn af stofnendum Boekie Woekie í Amsterdam, listræn útgáfa. Býr og starfar í Amsterdam og Íslandi. http://runathorkelsdottir.com/

Fjallabyggð, Menningarráð Eyþings og Egilssíld styðja við menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

https://www.facebook.com/events/1021188901328599


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband