Ásta Guðmundsdóttir opnar sýninguna Náttúru afl í Flóru

13330939_1193797167318043_3179381732217935854_n

Ásta Guðmundsdóttir        
Náttúru afl
10. júní - 7. ágúst 2016
Opnun föstudaginn 10. júni kl. 17-19
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri

https://www.facebook.com/events/1726808330925272
Föstudaginn 10. júní kl. 17-19 opnar Ásta Guðmundsdóttir sýninguna Náttúru afl í Flóru á Akureyri.

Ásta nam fatahönnun í Þýskalandi og útskrifaðist þaðan frá Fachhochschule fur Gestaltung Pforzheim 1990. Jafnframt því að framleiða föt undir eigin fatamerki “ásta créative clothes” hefur áhugi Ástu lengi beinst að listsköpun s.s. innsetningum og skúlptúrum. Hún notar gjarnan textíl í verkum sínum. Verkin eru oft undir áhrifum frá náttúru og veðurfari. Verklagið byggist á arfleið forfeðra Ástu sem störfuðu við netagerð og sjómennsku.
Ásta hefur sýnt verk sín víða um heim og tekið þátt í vinnustofum og listahátíðum m.a. á Íslandi, í Japan, Suður Kóreu og Evrópu.
Nánari upplýsingar um Ástu og verk hennar má nálgast á heimasíðunni: www.astaclothes.is
 
Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru: mán. - lau. kl. 9-19 og sunnudaga kl. 13-19.

Sýningin stendur til sunnudagsins 7. ágúst 2016.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Þóra Kjartansdóttir í flora.akureyri@gmail.com og síma 661 0168 og Ásta Guðmundsdóttir í asta@astaclothes.is.


Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu.
 
Flóra, Hafnarstræti 90, Akureyri, s. 6610168 http://floraflora.is
Ljósmynd: Samantha Claire Zaccarie
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband