Jónína Björg Helgadóttir sýnir í Mjólkurbúðinni

12748136_10208543843615632_6067182515150649704_o

Hoppa. Núna!

Laugardaginn 19. mars kl. 14 opnar Jónína Björg Helgadóttir sýninguna Hoppa. Núna! í Mjólkurbúðinni á Akureyri. Til sýnis verða grafík- og vídeóverk, öll unnin á þessu ári, þar sem Jónína veltir fyrir sér barnalegheitum og fullorðinsstælum. Í gegnum líkamlegar, einrænar vangaveltur skoðar hún skilin þar á milli og reynir að komast að því hvort og hvenær þau fara að skipta máli.

Þetta er önnur einkasýning Jónínu Bjargar sem útskrifaðist úr Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 2015. Hún er með vinnustofu í Kaktus í Listagilinu og er einn umsjónarmanna rýmisins.

Opnun er milli kl. 14 & 17 laugardaginn 19. mars. Sýningin er opin 19. -22. mars, milli kl. 14 & 17 alla dagana.
Mjólkurbúðin er til húsa í Kaupvangsstræti 12, Akureyri.
Frekari upplýsingar veitir Jónína Björg Helgadóttir í síma 663-2443 eða á joninabh [hjá] gmail.com

https://www.facebook.com/events/1114647761889541


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband