Hiroko Shitate opnar sýningu í Mjólkurbúðinni

11064762_10152701011477231_9025693862335182735_n

Japanska listakonan Hiroko Shitate opnar myndlistasýninguna "Shadowing - work in progress" í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri á laugardaginn 28.mars kl. 14.
Sýningin stendur 28.-29.mars - opið 14-17 og allir velkomnir.

Hiroko Shitate er myndlistakona frá Kyoto í Japan. Hiroko er lærð í hefðbundinni japanskri málun þar sem farið er eftir hinum ströngustu reglum þessarar ævafornu listsköpunar. Hiroko kynnist síðar japanskri avant-garde hreyfingu Gutaï (1954-1972) sem enn er mikil áhrifavaldur list í Japan. Hiroko hrífst af því frelsi að skapa óháð stöðlum hefðbundinnar japanskrar listar.

Á sýningunni notar listakonan garn og snýr það með japönskum pappír og fréttablöðum sem hún setur upp í rýminu og hugar að skugga þeirra. Hún segir snúningur garnsins gefa verkunum dularfulla hreyfingu eins og  verum sem elta hver aðra um rýmið í skuggaspili sköpunar.

Hiroko Shitate hefur áður dvalist á Íslandi. Fyrir tveimur árum dvaldist hún á Listamiðstöðinni Nesi á Skagaströnd og heillaðist þá af landi og þjóð. Nú í mars hefur hún dvalið í Gestavinnustofu Gilfélagsins í listagilinu á Akureyri og varð sýningin Shadowing - Work in Progress til í þeirri dvöl.

Hioko hefur sýnt víða í Japan. Hún hefur einnig sýnt í Suður Kóreu, í Þýskalandi, Svíþjóð og á Íslandi.

Sýning Hiroko Shitate í Mjólkurbúðinni stendur aðeins þessa helgi 28.-29.mars og er opið 14-17 báða daga.

http://hiroko-shitate.sakura.ne.jp/hp/

Mjólkurbúðin Listagili s.8957173

https://www.facebook.com/groups/289504904444621/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband