Véronique Legros sýnir í Ketilhúsinu

10702156_812169782138199_8329610945051696349_n

Laugardaginn 27. september kl. 15 opnar í Ketilhúsinu á Akureyri sýningin Landiða. Þar verða til sýnis verk eftir listakonuna Véronique Legros (f. 1969) en hún vinnur með ljósmyndir, myndvarpa og hljóð og notfærir sér sjónræna veikleika tækninnar. Undirstaða og leiðarstef sýningarinnar er hugtakið „mirage“ (tíbrá), sem gefur til kynna skynvillu eða blekkingu. Véronigue tengir „mirage“ við bókina Mount Analogue (Flaumræna fjallið, 1952) eftir franska rithöfundinn René Daumal. Bókin er furðulegur allegorískur bræðingur um samband fasta og umbreytileika, staðsetningar og staðleysu, orða og staðlausra stafa. Á einum stað segir: „Fjallstoppurinn er óaðgengilegur, fjallsræturnar eru aðgengilegar mönnum frá náttúrunnar hendi. Fjallið verður að vera einstakt og landfræðilega til staðar. Dyrnar að hinu ósýnilega verða að vera sýnilegar.“
Sýningin stendur til 2. nóvember og er opin alla daga utan mánudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.

https://www.facebook.com/events/703531839721878


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband