ENDURHÖNNUN Á AMTSBÓKASAFNINU Á AKUREYRI

1407248190_14615125898_403056b42f_h 

Þegar hlutir hafa lokið hlutverki sínu er hægt að skapa þeim nýjan tilgang með hugkvæmni og listfengi. Á Amtsbókasafninu Á AKUREYRI hefur verið sett upp sýning þar sem fimm konur sýna hvernig gamlir hlutir, gömul föt og jafnvel skyndibitaumbúðir geta breyst í listaverk eða nytjahluti. Hér er bæði endurunnið og endurhannað.

Þær sem sýna eru:

Eygló Antonsdóttir – Draumafangarar og teiknimyndasögur
Halla Birgisdóttir – Mósaík, kross og hjörtu
Helga Björg Jónasardóttir – Barnaföt
Halldóra Björg Sævarsdóttir – Kjólar
Jónborg Sigurðardóttir – Blómapottar og slæðukjóll

Skilaboð þessara skapandi kvenna eru að við hættum að henda og reynum frekar að finna hlutum nýtt hlutverk.

Sýningin stendur til 31. ágúst og er opin á afgreiðslutíma safnsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband