Síðasta leiðsögn um Íslensk samtíðarportrett

Portrett3

Á morgun, fimmtudaginn 14. ágúst, kl. 12 verður síðasta leiðsögnin um sumarsýningu Listasafnsins, Íslensk samtíðarportrett – mannlýsingar á 21. öld, en henni lýkur næstkomandi sunnudag, 17. ágúst. Guðrún Pálína, fræðslufulltrúi, mun fræða gesti um tilurð sýningarinnar og fjalla um einstök verk og er aðgangur ókeypis.
 
Á sýningunni gefur að líta hvernig 70 listamenn hafa glímt við hugmyndina um portrett frá síðustu aldamótum til dagsins í dag. Að einskorða sig við portrett er ein leið til að skoða á hvaða hátt íslenskir listamenn fjalla um samtíðina. Viðtökur hafa verið mjög góðar og aðsóknin mikil þar sem gestir telja nokkur þúsund.
 
Á meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni má nefna Erró, Ragnar Kjartansson, Kristínu Gunnlaugsdóttur, Hallgrím Helgason, Steinunni Þórarinsdóttur, Hugleik Dagsson, Aðalheiði S. Eysteinsdóttur, Baltasar Samper og Ólöfu Nordal.

http://listasafn.akureyri.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband