Tryggvi Þórhallsson opnar sýningu í Mjólkurbúðinni

10464329_10203562541097685_8864946338234467768_n

 

Tryggvi Þórhallsson opnar myndlistasýninguna Undir háum himni í Mjólkurbúðinni í listagilinu á Akureyri, laugardaginn 5.júlí kl. 15.


Tryggvi Þórhallsson sýnir akvarellur þar sem leitast er við að fanga hin ólíku birtubrigði íslenskrar náttúru. Efnistökin fela í sér sígilda leit að einingu milli teikningar og málverks - línu og flatar - himins og jarðar.

Viðfangsefnið er því klassískt en Tryggvi heldur því engu að síður fram að fátt sé jafnbundið menningunni og það hvernig fólk á hverjum tíma upplifir umhverfi í mynd – enda eigi landslagið sér tvöfalda tilveru: Annars vegar í hinum svokallaða raunheimi og hins vegar í huga þess sem dvelur eða ferðast í landinu.

Tryggvi (f. 1962) stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1984 – 1988 og brautskráðist frá grafíkdeild. Á meðan á námi stóð og á árunum eftir útskrift tók hann þátt í nokkrum samsýningum myndlistarmanna. Hann hefur árlega haldið einkasýningar frá 2012 og auk vatnslita vinnur hann með teikningu, ætingu og þurrnál.

Tryggvi er félagi Íslenskri grafík.
Opnun sýningarinnar 5. júlí kl. 15:00. Allir velkomnir. Opið daglega 6. – 13. júlí frá 10:00 til 18:00.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband