Flóðbylgja ofneyslunnar í Ketilhúsinu

jonna

Laugardaginn 1. mars næstkomandi kl. 15 opnar Jonna, Jónborg Sigurðardóttir, innsetninguna Flóðbylgja í Ketilhúsinu á Akureyri. Þar túlkar hún tilfinningar sínar til flóðbylgju ofneyslunnar sem brýst inn á heimilin og hrifsar allt til sín með dyggri aðstoð neytenda. Vitundarvakning er nú loksins að eiga sér stað þegar afleiðing ofgnóttar og sóunar blasir við; tískublætið, græjusýkin, peningabraskið, allur óþarfa lúxusinn og taumlausa hlutadýrkunin – allt bullið og vitleysan.
 
Jonna er fædd árið 1966 og útskrifaðist úr málunardeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 1995. Hún lærði fatahönnun í Mode og Design skolen í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan 2011. Jonna hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið nokkrar einkasýningar.
 
Sýningin stendur til 6. apríl og er opin alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband