Shok Han Liu með fyrirlestur í VMA

1623570_10152164063559255_746840281_n

Fyrirlestraröð Listnámsbrautar VMA og Sjónlistamiðstöðvarinnar.
Föstudaginn 24. janúar kl. 14 í stofu M01 í Verkmenntaskólanum á Akureyri

Í fyrsta fyrirlestri ársins í fyrirlestraröð Verkmenntaskólans á Akureyri og Sjónlistamiðstöðvarinnar mun Shok Han Liu fjalla um hlutverk og skyldur Listhúss á Ólafsfirði, ekki síst út frá hugmyndum um alþjóðlega hugmynda samvinnu. Hún mun einnig kynna svokallaða „Pinhole Photography“ vinnustofu sem skiptinemar frá Hong Kong taka þátt í og fer fram í febrúar.

Shok Han Liu flutti til Íslands árið 2010 og hefur starfrækt listamiðstöðina Listhús á Ólafsfirði síðan 2012. Hún leggur áherslu á samfélagslega list og samstarf við alþjóðlega listamenn

Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband