Hrefna Harðardóttir opnar sýningu á Café LOKA

hdisveggspj.jpg

Hrefna Harðardóttir myndlistarkona, opnar sýninguna DÍSIR, myndverk um 13 nútímadísir,
á Café LOKA við Skólavörðuholt, þriðjudaginn 1.október 2013.

Dísir eiga langa sögu í heimi kvenmenningar, goðvera sem var ætíð nálæg og tengd frjósemi, barnsfæðingum, vernd ættarinnar, eða átökum í goðheimum. En myndirnar af þessum nútímakonum sýna styrk, friðsæld og fegurð.

Hrefna Harðardóttir stundaði nám á myndlistarbraut MA, leirlistardeild MHÍ og kennaradeild LHÍ.
Hún hefur sótt mörg námskeið og vinnustofur í grafík, ljósmyndun og leirlist í Frakklandi, Ítalíu, Ungverjalandi, Danmörku og Englandi og haldið einkasýningar og tekið þátt í um 70 samsýningum víða um land og erlendis.
Hún er félagi í Sambandi Íslenskra Myndlistarmanna, Myndlistarfélaginu og Leirlistarfélagi Íslands.

Dísirnar eru : Anna Richardsdóttir, Erika Lind Isaksen, Dagrún Matthíasdóttir, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Helena Huld Isaksen, Hólmfríður Kristjánsdóttir, Hrafnhildur Vigfúsdóttir, Kristín Þóra Kjartansdóttir, Katrín Jónsdóttir, Linda Ólafsdóttir, Þorbjörg Ásgeirsdóttir, Valgerður Hjördís Bjarnadóttir og Valdís Viðarsdóttir.

Sýningin stendur út október og er opnunartími frá kl. 9-21 alla daga, nema sunnudaga frá kl. 11-21.

Hrefna Harðardóttir
hrefnah@simnet.is
sími 862-5640
http://simnet.is/hrefnah


Café Loki
Lokastíg 28
101 Reykjavík
sími 466-2828
loki@loki.is
http://www.loki.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband