Starfslaun listamanna 2014

mynd_logo_1036390

Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2014 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009.

Umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 25. september 2013, kl. 17.00.

Sækja skal um listamannalaun á vef Rannís, vefslóðin er: rannis.is
 
Starfslaun eru veitt úr sex sjóðum, þeir eru:
1.   launasjóður hönnuða
2.   launasjóður myndlistarmanna
3.   launasjóður rithöfunda
4.   launasjóður sviðslistafólks
5.   launasjóður tónlistarflytjenda
6.   launasjóður tónskálda
 
Hægt er að sækja um starfslaun fyrir listamann í einn launasjóð eða fleiri, sé verkefni þess eðlis að það falli undir fleiri sjóði en einn. Ennfremur er unnt að sækja um starfslaun fyrir skilgreint samstarfsverkefni listamanna/hópa í einn launasjóð eða fleiri, falli verkefnið undir fleiri sjóði en einn.

Auk starfslauna er sjóðunum heimilt að veita ferðastyrki.

Sjá nánari upplýsingar um ferli og fylgigögn á: www.listamannalaun.is og www.rannis.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband