Olga Bergmann sýnir í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

blendingur_olgab.s 

 

Föstudaginn 2. ágúst klukkan 17:00 verður opnuð sýning Olgu Bergmann “Staðgenglar” í Kompunni í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

 

Verkin á sýningunni eru sýnishorn úr “Plöntu og dýrabók” en svo nefnir Olga röð verka sem er í vinnslu og skiptist í nokkra kafla.

Umfjöllunarefnið birtist í hugrenningum sem taka á sig margskonar myndform um áhrif mannsins á náttúruna og umhverfi sitt. Einnig um mögulega framtíðarþróun vistkerfa og útbreidda eftirsjá sem rekja má til vitneskjunnar um hraða hnignun lífríkisins af mannavöldum.

 

Olga hefur um langt skeið gert samspil manns og náttúru að umfjöllunarefni sínu og meðal annars skoðað samspil vísinda og skáldskapar í verkum sem tengjast hliðarsjálfi hennar, erfðaverkfræðingnum Doktor B.

 

Hún hefur líka unnið með vísanir í náttúrugripasöfn, vísindaskáldskap og þverfagleg söfn fyrri alda sem nefnd voru “Wunderkammer” – furðusöfn, með það að markmiði að varpa ljósi á skrýtna strauma og hneigðir í hugarfari, lífsháttum og tækni samtímans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband